Jelena Isinbajeva frá Rússlandi setti í kvöld heimsmet í stangarstökki kvenna þegar hún stökk 4,82 metra á frjálsíþróttamóti á Gateshead leikvanginum í Norwich á Englandi. Hún bætti með því rúmlega tveggja ára gamalt heimsmet bandarísku konunnar Stacy Dragila um 1 sentimetra. Isinbajeva, sem er 21 árs, varð heimsmeistari unglinga árið 2000. Í öðru sæti í Norwich varð Svetlana Feofanova frá Rússlandi, sem á heimsmetið innanhúss, en hún stökk 4,54 metra."

Isinbajeva þessi er 21 árs gömul og var þegar með besta árangur ársins síðan 29.júní þegar hún stökk 4,73 í Poznan, Pólandi.

Stökkið var mjög tæpt hjá henni, sláin ruggaði lengi áður en ljóst var að hún myndi ekki detta niður. Hún hafði verið tæp í öllum sínum stökkum á hæðirnar 4.44m, 4.54, 4.64, 4.74, en alltaf fór hún yfir í annarri tilraun sem og í heimsmetstökkinu.

Isinbajeva hlaut 50.000 dollara í vinningsfé.

Annað markvert af mótinu má nefna 17,92m stökk Christians Olssons í þrístökki en hann bar sigurorð af Jonathan Edwards sem stökk 17,61 í fyrstu tilraun en meiddist lítillega í mjóhrygg í öðru stökki sínu.
Stjórnandi á