Mikið um að vera í Laugardalnum Vormót ÍR var haldið um daginn á Laugardalsvellinum. 200m hlaupið var mjög sérstakt vegna þess að það var minningarmót um Hauk Clausen, mikinn frjálsíþróttgrap hér á fyrrihluta síðustu aldar. Úrslitin í 200 metrunum voru sem hér segir:

Í karlaflokki sigraði Bjarni Traustason, FH, á tímanum 22,94 sek. Annar varð Sigurkarl Gústavsson, UMSB, á 23,05 og þriðji varð Andri Karlsson, Breiðabliki, á tímanum 23,13 sekúndum. Í kvennaflokki sigraði Sunna Gestsdótir, UMSS á tímanum 24,99. Önnur varð Hildur Kristín Stefánsdóttir, ÍR á tímanum 26,41 og þriðja varð Sigurbjörg Ólafsdóttir, Breiðabliki, á tímanum 26,98 sekúndum.

Stangarstökkskeppnin hjá konunum var einnig spennandi, en þar var aðeins einn keppandi, en hún jafnaði meyjamet sitt:
* Fanney Björk Tryggvadóttir sigrað; hún stökk 3,40 metra.

Í spjótkasti kvenna var hörkukeppni. Vigdís Guðjónsdóttir, HSK, sigraði þegar hún kastaði 48,60. Önnur varð Sigrún Fjeldsdted, FH, með 46,53 metra og þriðja varð Ásdís Hjálmsdóttir, Ármanni, með 46,43 metra.

Mótið var haldið samhliða Boðhlaupi ÍR. Í hverri boðhlaupssveit voru 5 hlauparar. Sprettirnir voru 1,8 km - 3,3 km - 1,8 km - 3,3 km og 1,8 km. Alls voru 6 sveitir skráðar til leiks og sigraði C sveit Landssímans á tímanum 42,57 mínútum. Önnur varð A sveit Flugleiða og þriðja varð sveit Íslandsbanka.


Takk fyrir

© bgates


Úrslit fann ég á fri.is og á hlaup.is…