hérna eru upplýsingar um frjálsíþróttaþjálfara FH

Jón Sævar Þórðarson


Þjálfari hjá elsta hóp FH. Hann er rúmlega 45 ára íþróttakennari og frjálsíþróttaþjálfari til margra ára. Jón Sævar hóf aftur þjálfun hjá FH október 2002. Jón Sævar var í fremstu röð í tugþraut til margra ára. Hann byrjaði ungur að leggja stund á þjálfun og er einn fremsti tækniþjálfari landsins. FH bindur miklar vonir við hann sem þjálfara.


Eggert Bogason


Frjálsíþróttaþjálfari hjá elsta hóp FH, þá aðalega kraft og Kastþjálfun. Hann er 42 ára tæknifulltrúi. Eggert hefur verið í fremstu röð í sínum greinum á undanförnum árum og hefur keppt í íslenska landsliðinu í öllum kastgeinum nema spjótkasti. Eggert keppti á Ólympíuleikunum í Seoul 1988 í kringlukasti. Eggert hefur byggt upp góðan hóp kastara á síðustu árum og má búast við miklu af þeim á næstu árum.



Unglingaþjálfun.


Elísabet Ólafsdóttir

Elísabet er yfirþjálfari flokka 16 ára og yngri hjá frjálsíþróttadeild FH. Elísabet er íþróttafræðingur að mennt frá Íþróttaháskólanum í Köln í Þýskalandi, þjálfaði hjá frjálsíþróttadeild FH 1998-2001 15-16 ára flokk og varð sá flokkur Íslands- og bikarmeistari 1998, 1999 og 2000 undir hennar stjórn


Ævar Örn Úlfarsson
9-11 ára flokkur.

Ævar Örn Úlfarsson mun sjá um þjálfun hópsins. Hann hefur æft frjálsar íþróttir í 8 ár, hóf ferilinn hjá HSK en gekk til liðs við FH fyrir um 4 árum. Hann æfir með meistaraflokk FH og hefur verið í unglingalandsliðinu undanfarin 3 ár. Ævar hefur starfað sem þjálfari 12-14 ára hópsins síðan haustið 2000 og 9-11 ára hópsins síðan nú í haust. Ævar hefur góða þekkingu á öllum greinum frjálsra íþrótta og nýtist sú þekking honum vel í þjálfarastarfinu

Daði Rúnar Jónsson
6-8 ára flokkur.

Daði Rúnar Jónsson mun sjá um þjálfun hópsins, en hann hefur verið leiðbeinandi á námskeiðum hjá FH sl. 4. ár og sá um skipulag og stjórnun námskeiðsins í sumar. Einnig hefur hann verið þjálfari hjá yngri flokkum deildarinnar síðan í maí 2000 og yngri flokkum UMFB síðan haustið 2001. Daði hefur lokið þjálfarastigi ÍSÍ 1a. og 1b. og verið keppnismaður í frjálsum íþróttum. Var m.a. í unglingalandsliðinu og hefur verið síðastliðin 3 ár í A - landsliðinu í 800m hlaupi