Japaninn Koji Murofushi komst í þriðja sætið á afrekalistanum frá upphafi með kasti upp á 84,86 m í Prag þann 29.júní!

Hann byrjaði á að taka forystuna með kasti upp á 81,76 m en Libor Charfreitag frá Slóveníu bætti um betur með kasti upp á 81,81 m. Murofushi kastaði þá 81,82 m en Evrópmeistarinn Adrian Annus frá Ungverjalandi kastaði 82,73 m í 4 umferð og náði þar með lengsta kasti ársins. Japaninn svaraði með 82,13 metra kasti en í fimmtu umferð náði hann svo forystunni aftur með kasti upp á 84,86 metra og kastaði 84,80 m í síðustu umferðinni. Annus náði 82,49 m í síðustu umferðinni og Charfreitag 80,02 m. Slóveninn Primos Kozmus sem varð fjórði (79,81 m) tvíbætti einnig slóvenska metið.

Einungis Sovétmennirnir Yuriy Sedykh (86,74 m)og Sergey Litvinov (86,04 m)eiga betri köst og síðast náðist lengra kast árið 1988 þegar Sedykh kastaði 85,14 m. Þeir félagar Sedykh og Litvinov eiga 14 lengstu köstin í heiminum og þar af eru 5 af 6 bestu sett árið 1986. Heimsmet Sedykh er sett á Evrópumeistaramótinu í Stuttgart 1986 og þar varð Litvinov annar með 85,74 m.
piece out