Þjálfarar hjá frjálsíþróttadeild ÍR Þjálfarar hjá Frjálsíþróttadeild ÍR eru fjölmargir. Hérna á eftir eru upplýsingar um þá:

Jón Oddsson:
…er menntaður viðskipta- og tölvunarfræðingur og er hann þjálfari meistaraflokks ÍR. Jón er búinn að vera lengi í bransanum; landsliðsmaður í stökkum í fjölda mörg ár. Hann býr yfir feikna mikilli reynslu og er enn að keppa þrátt fyrir að vera kominn á fimmtugsaldurinn. Jón er meðal annars fyrrverandi Norðulanda- og Evrópumeistari öldunga í frjálsum.

Martha Ernstdóttir:
…er menntuð sjúkraþjálfari og þjálfar hún langhlauparahópinn hjá ÍR. Martha er búin að vera hlaupadrottning okkar Íslendinga um árabil. Hún á meðal annars íslandsmet kvenna í maraþoni, hálfu maraþoni, 10.000m hlaupi og í 5000m. Martha hefur verið landsliðskona í mörg ár og keppti meðal annars á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Hún hefur því yfir mikilli reynslu að búa.
Hún þjálfar langhlauparahóp ÍR.

Þráinn Hafsteinsson: :)
…er menntaður íþróttafræðingur og vinnur við að temja og byggja upp 12-18ára flokk ÍR. Þráinn er einn af allra bestu þjálfurum landsins og er það mikil forréttindi fyrir unga krakka að fá að æfa undir hans stjórn. Þráinn var einn af okkar bestu íþróttamönnum hér á árum áður og átti meðal annars íslandsmetið í tugþraut áður en Jón Arnar sló það.

Þórdís Gísladóttir: :)
…kona Þráins er menntuð íþróttafræðingur og er þjáfari 12-18ára flokk ÍR. Þórdís er ein allra besta frjálsíþróttakona sem Ísland hefur alið. Hún á íslandsmetið í hástökki kvenna, 1.88m og verður það seint slegið. Þórdís hefur verið keppandi á tvennum Ólympíuleikum; í Montreal árið 1976 og í Los Angeles 1984, ásamt því að hafa keppt á 6 heimsmeistaramótum. Hún var einnig þrisvar sinnum bandarískur háskólameistari á árunum 1982-1983.

Sverrir Guðmundsson: :)
…er menntaður íþróttakennari frá Íþróttakennaraháskólanum á Laugarvatni. Hann kennir íþróttir í Hlíðaskóla og er þjálfari 12-18ára flokks hjá ÍR. Sverrir er landsliðsmaður í stangastökki og vinnur að því hörðum höndum að brjóta 5m múrinn í þeirri grein.

Óskar Thorarensen:
…er kastþjálfari 12-18 ára hópsins. Hann er gamall í hettunni og kastaði meðal annars spjóti yfir 70 metra á sínum tíma. Einnig þjálfaði hann tugþrautlandslið Íslands á árum áður og býr því yfir mikilli þekkingu á öllum greinum.

Gunnar Páll Jóakimsson:
…er æfingalífeðlisfræðingur og starfar hann sem kennari í Fjölbrautarskólanum Breiðholti. Gunnar er þjálfari skokkhópsins og hefur hann stjórnað framkvæmd allra helstu víðavangs- og götuhlaupa á vegum ÍR síðustu tvo áratugi. Gunnar var áður einn besti millivegalengdarhlaupari landsins og var lengi vel landsliðsmaður í þeirri grein.

Soffía Tryggvadóttir:
…er þjálfari 8-11 ára hópsins í Breiðholti.


Þetta eru þjálfarar hjá ÍR. Flest allir eru menntaðir og miklir reynsluboltar í bransanum.


Takk fyrir

© bgates