Óshlíðarhlaupið 2003 Jæja! Þá er það pistill minn um Óshlíðarhlaupið.

Laugardaginn 28. júní var hlaup haldið á Ísafirði. Hlaupið nefndist Óshlíðarhlaupið vegna þess að hlaupaleiðin liggurmeðfram Óshlíðinni.
Klukkan 12:45 fór rúta af stað áleiðis til Bolungavíkur með hálfmaraþonshlaupara innanborðs. Þeir störtuðu í Bolungavík klukkan 13:00, klukkutíma á undan öðrum vegalengdum.
Hálftíma eftir að hlaupinu var startað eða kl. 13:30 var svo rútunni ekið inn í Hnífsdal með 10km hlaupara innanborðs, en 10km hlaupinu var startað kl. 14:00.
Svo var það 4km skemmtiskokkið, því var einnig startað kl. 14:00, en það var gert á Silfurtorgi í miðbæ Ísafjarðar. Hlaupið var þaðan og snúið svo við við ákveðinn snúningspunkt sem var 2km í burtu og hlaupið til baka. Það var einnig svo í 10km og hálfu að hlauparar snéru við við ákveðinn punkt og hlupu þá í átt að Silfurtorgi þar sem markið var.
Þegar fyrsti maður í skemmtiskokkinu var kominn að snúningspunktinum snéri hann við, að sjálfsögðu. Hann var langt á undan næsta manni. Þegar hann kom svo inn í miðbæinn þar sem markið var (það sást ekki í hann strax) var enginn í markinu tilbúinn en þökk sé áhorfanda sem stóð þar nærri var hægt að flýta sér og gera allt klárt í tæka tíð. Það bjóst nefninlega enginn við að fyrsti maður yrði svona fljótur, tímarnir síðustu ár hafa verið í kringum 20 mínúturnar, en núna var fyrsti maður á 15:06 mín. Þannig að þetta er væntanlega nýtt brautarmet. Sá hét Vignir Már Lýðsson.

Þegar fólk var að tínast í markið úr skemmtiskokkinu kom fyrsti maður í 10km hlaupinu, (ég man ekki hvað hann hét), hann var á tímanum 41:50 mín. Fólk klappaði og klappaði eins og það ætti lífið að leysa.

Þegar fyrsti maður í hálfumaraþoni kom í mark var fullt af fólki á torginu, mikið var klappað. Sá hét Sveinn Erntsson og er hann mjög góður hlaupari. Á eftir honum eða þar næst kom svo hún systir hans, Martha Erntsdóttir, íslandsmethafi í maraþoni, 10.000 og fullt af langhlaupum kvenna. Sveinn var á tímanum 1:15 klst.

Á meðan tæknimennirnir fóru yfir úrslitin og prentuðu út var \“dregið\” í útdráttarverðlaunum. Það fór þannig fram að kynnirinn valdi fólk af listanum, skrýtið að þetta voru allt Ísfirðingar og flest alla vissi kynnirinn hver var.

Á næsta ári verður Óshlíðarhlaupið stærra og meira í sniðum og mun veglegra og því mæli ég með því að fólk geri sér ferð vesur til að taka þátt í hlaupinu, 21,1 km, 10km og 4km.



Takk fyrir

© bgates