
37 keppendur skráðu sig til leiks og luku 36 hlaupinu. Daginn eftir var svo hlaupið hálft maraþon og var því startað kl. 13:00, reyndar seinkaði startinu til kl. 10 min yfir eitt vegna þess að einum hlauparanum seinkaði þannig að 10 km og 3 km hlaupinu seinkaði að sama skapi um 10 min vegna þess að sama klukka var notuð við tímatökuna. Keppendur í hálfu voru 26. Kl. 14:00 (14:10) var 10km og 3km startað. Í 10 km hlaupinu voru 31 keppandi og í 3km voru 35 keppendur.
Sigurvegar voru eftirfarandi:
Í Maraþoni voru það Ívar Adolfsson og Ingólfur Örn Arnarsson sem sigruðu, þeir voru jafnir í mark á tímanum 3:00:57 klst.
Í öðrusæti var Gunnar S. Richter á tímanum 3:16:05 klst. og í þriðja var Þórður G. Sigurvinsson á 3:17:39 klst.
Í hálfu maraþoni var það Jóhann Gylfason sem vann á tímanum 1:33:44 klst. í öðru var Sigurjón Björnsson á tímanum 1:34:28 klst. og í þriðja var Kári Jón Halldórsson á 1:35:10 klst.
Í 10km hlaupinu var það Guðmann Elísson sem sigraði á tímanum 36:25 min, í öðru sæti var það Vignir Már Lýðsson (ÉG) á tímanum 40:50 min og í þriðja stæti var Guðmundur Jenssen á 43:35 min.
Sveitakeppnina í 10km sigraði sveitin Salómon en hana skipuðu Guðmann Elísson, Vignir Már Lýðsson, Helga Björnsdóttir og Þengill Ásgrímsson.
Í 3km hlaupi var það Sveinn Elías Elíasson sem sigraði á tímanum 10:42 min, í öðru var það Ingvar Haukur Guðmundsson á tímanum 11:23 min, og í þriðja var það Kristján Steingrímsson á 13:12 min.
Tímaupplýsingar fengnar á www.hlaup.is og í kollinum á mér.
Takk fyrir
© bgates