Michael Johnson Fæðingarstaður: Bandaríkin
Greinar: 200 metres, 400 metres
Fæðingardagur: 13 September, 1967
Persónuleg met: 200m: 19.32 seconds, 400m: 43.18 seconds
Heimsmet: 200 metrar, 400 metrar

Michael Johnson er án efa einn fremsti frjálsíþróttamaður, og íþróttamaður almennt, allra tíma.

Hans skrifaði nafn sitt endanlega í sögubækurnar þegar hann gerði það sem engum öðrum hefur tekist, að vinna bæði 200 og 400 metra hlaup á Ólympíuleikum, og hvað þá á sömu leikunum. Þetta afrekaði hann á leikunum í Atlanta 1996.

Vegna meiðsla sem hann varð fyrir á meðan á undankeppni Bandaríska liðsins fyrir leikana 2000 stóð, fékk hann ekki tækifæri til þess að verja titil sinn í 200 metra hlaupi.

Það er ekki nóg með það að Johnson hafi unnið þessar tvær greinar, heldur varð hann mörgum metrum á undar silfur-verðlaunahafanum Frankie Fredericks í 200 metra hlaupinu. Þetta gerði sigur hans enn eftirminnilegri.

Á heimsmeistaramótinu í Sevilla 1999 náði hann loks að slá 11 ára gamalt heimsmet Butch Reynolds í 400 metra hlaupi. Þetta var það atriði sem mönnum fannst vanta til að Johnson fullkomnaði endanlega ótrúlegan og óviðjafnanlegan feril.

Þegar þetta var afstaðið fór Johnson að einbeita sér að undirbúningi fyrir titilvörn sína á Ólympíuleikunum í Sydney 2000. Áðurnefnd meiðsli komu hinsvegar í veg fyrir það að honum tækist að endurtaka þennan magnaða leik frá leikunum í Atlanta.

Það var ef til vill kaldhæðni örlaganna að maðurinn sem hefði orðið hans helsti keppinautur í 200 metra hlaupinu í Sydney, Maurice Green, komst ekki heldur í gegnum undankeppnina fyrir leikana.

Greene hafði unnið 200 metra hlaupið á heimsmeistaramótinu í Sevilla, á tímanum 19,90 sekúndur, eftir að Johnson hafði ákveðið að taka ekki þátt í þeirri grein.

Fyrir leikana 2000 í Sydney hafði Greene farið mikinn í yfirlýsingum þess efnis að hann væri bestur í 200 metra hlaupinu og ætlaði sér að vinna Johnson á þessum leikum.

Nú segist Johnson hafa hlaupið sitt síðasta hlaup og munu þessir tveir því aldrei mætast í þessari grein í alvöru keppni.

Johnson hefur þrátt fyrir glæstan feril einnig fengið sinn skerf af mótlæti. Fyrir leikana í Barcelona árið 1992 var hann talinn líklegastur til þess að vinna 200 metra hlaupið. En hann varð fyrir veikindum þegar undirbúningur leikanna var í hámarki og komst ekki einu sinni í úrslit í þeirri grein. Gullverðlaun í 4x400 boðhlaupi var lítil uppbót fyrir þetta.

Þess má geta að Johnson hefur afarsérstakan hlaupastíl. Vísindamenn hafa meira að segja sannað að þessi stíll hans geri það að verkum að menn geti hlaupið hraðar. Þannig að Johnson er á undan sinni samtíð í vísindunum líka !!!

Þessi grein er byggð á http://www.abc.net.au/news/olympics/athletes/johnson.ht m