Þú getur samt ekki fordæmt hana. Það eru mörg dæmi um fræga ættingja sem allir hafa hæfileika. Finnst t.d. Janet Jackson ekkert vera verri en bróðir hennar.
Ég hef séð hana leika og syngja og verð bara að segja að hún er pottþétt hæfileikarík. Auðvitað hjálpar að vera systir Britney Spears en samt sem áður þýðir það ekki endilega að hún hafi enga hæfileika. Allir notfæra sér tengsl, af hverju endilega að skjóta á það þegar það er fræga fólkið? T.d. ef eldri bróðir manns er smiður og maður ákveður að feta í fótspor hans.
Fjölskyldan er nógu rík svo að hún geti legið við sundlaugarbakka þanga til hún drepst. Samt sem áður reynir hún að koma sér fyrir í starfi þar sem maður fær svona 10 frídaga á ári.