Já, hér víkur að tali um hina alræmdu og umdeildu Britney spears sem eflaust flestir þekkja sem ekki hafa útilokað sig frá umheiminum síðustu þrjú árin.
Á föstudaginn voru sýndir tónleikar með henni í Las vegas og gat ég ekki annað en vorkennt henni þar sem pródúseringin á henni er svo hallærisleg að maður ældi næstum því. Hún fær eflaust littlu að ráða um dansporin sem hún fær, fötin eða textann á milli laga sem var allur ákveðinn fyrirfram. Hún var sem sé látin dansa eins og strippari og klæða sig eins og mella.
Ekki að ég sé á móti strippurum né efnislitlum fötum…en ég bara nokkurn vegin skil ekki hvað þettta er að gera í hennar bransa.
En til að fyrirbyggja allan miskilning þá er ég ekki að níða britney niður heldur fólkið sem segir henni hvernig hún á að vera.


En eflaust finnst henni þetta bara gaman og hún fær fullt af millum fyrir þetta…