Leikarinn Heath Ledger fannst látinn þann 22. janúar í íbúð sinni af því sem virðist vera ofneysla lyfja.
Hann var aðallega þekktur fyrir myndina Brokeback Mountain, og fékk mikil lof fyrir leik sinn í þeirri mynd, en einnig fyrir að leika Jókerinn í næstu Batman mynd sem kemur í sumar. Síðasta ár skildi hann við konu sína Vanessu Williams og á með henni eina dóttur. Samkvæmt heimildarmanni voru pillur á víð og dreif um íbúðina og óvíst hvort þetta hafi verið viljandi eða óvart.

Hvíl í friði. Mér fannst þetta frábær leikari.


Bætt við 22. janúar 2008 - 22:13
*Michelle Williams, afsakið.
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.