Leikarinn Alec Baldwin bauðst til að greiða fyrir háskólagöngu 18 ára stúlku sem var við það að hefja herþjónustu sína.
Baldwin var svo djúpt snortin yfir grein sem birtist í New York Times þann 4.mars um síðustu dafa Reshu Kane með fjölskyldunni áður en hun hélt til Íraks að hann hafði uppi á fjölskyldu stúlkunnar og bauðst til að greiða fyrir skólagöngu stúlkunnar um leið og hþjónustu hennar lyki.
Baldwin hafði samband við móður stúlkunnar og gerði henni þetta höfðigjalega tilboð sem hún þáði eftir að hafa fullvissað sig um að þetta væri í raun hin fræga Hollywood stjarna í símanum.
Hann hefur margsinnis lýst andstöðu sinni við stríðið í Írak en að sögn talsmanns leikarans þá finnst Baldwin mikilvægt að styðja hermennina sem standa í ströngu í Írak.