Jæja þau eru búin að komast að samkomulagi með fjármálin of forræðið á strákunum sínum….
Segi ekki meira en það var mikið!!!


Tekið af mbl.is
Britney og Federline sögð hafa náð samkomulagi um skilnað sinn

Bandaríska söngkonan Britney Spears og eiginmaður hennar Kevin Federline eru sögð hafa náð samkomulagi um fjárhagshlið skilnaðar síns, en samkvæmt samkomulaginu mun Britney greiða Kevin eina milljón Bandaríkjadollara eingreiðslu auk þess sem hann mun hljóta helming þeirra tekna sem hún aflaði á þeim tveimur árum sem þau voru gift og helming söluverðs heimilis þeirra í Malibu.

„Það breyttist allt þegar Britney fór í meðferð. Þau Kevin fóru að talast við á ný og hann reyndist vera alger klettur,” segir ónefndur heimildarmaður. „Þessi tími hefur sýnt Britney að hann elskar börnin sín og er þeim góður faðir.” Þá segir hann að hjónin hafi einnig náð samkomulagi um að fara áfram með sameiginlegt forræði yfir sonum sínum tveimur en þeir hafa verið í umsjón Federline, móður og systur Britneyjar á meðan hún var í meðferðinni.

Britney var útskrifuð úr meðferðinni í gær eftir fjögurra vikna dvöl á Promises meðferðarstofnuninni en yfirleitt dvelur fólk þar í 45 daga.