Ég skil ekki hvað er svona hræðilegt við það að Britney Spears hafi rakað af sér hárið, mér finnst það meira að segja fara henni vel! Og þó að hún hafi fengið sér tatto, má hún það þá ekki?
Þó að hún vilji kannski fara út og skemmta sér smá, má hún það þá ekki?? Kannski vill hún bara láta náttúrulega hárlitinn sinn koma aftur frá grunni. Kannski er hún með krabbamein og vill ekki að fólk horfi á sig missa hárið!! Hugsið aðeins um það! Hún á sér hlið á málinu!

Það er verið að dæma hana afþví að hún fór út að skemmta sér einhverjar helgar í röð, þá er hún orðin slæm móðir. Hvar var Kevin á meðan á þessu stóð??? Afhverju var hann ekki að sjá um börnin? Hvar var hann? Kannski úti að skemmta sér??

Hugsið aðeins um þetta og hennar hlið á þessu öllu!!! Ekki bara trúa því sem að þið lesið í slúður dálkunum…Þetta er nú einu sinni slúður!!