Bette Middler Hver man ekki eftir Bette Middler þó svo að maður hafi ekki séð hana mikið upp á síðkastið, Ég man fyrst eftir Bette í Hokus Pokus sem norninni Winifred ‘Winnie’ Sanderson. Ég og vinkona mín vorum með Stelpukvöld og vorum að róta eitthvað í gömlu myndunum og sjáum þessa mynd og ákváðum að taka hana.
Við vorum búnar að horfa á aðra mynd einhverja gamanmynd ég man ekki allveg hverja en já við settum myndina í og sátum fastar þangað til að myndin var búin.

Þessi mynd var tekin oft aftur og útaf frábærri framistöðu hennar hef ég séð mun fleir myndir með henni og aldrei orðið fyrir vonbrigðum, ég hef t.d. alldrei grátið eins mikið yfir mynd og þegar að ég sá Beaches.

Hún fæddist þann 1. des 1945 í Honululu á Hawaii sem er fyrir þá sem að ekki vita í Bandaríkjunum

Bette hefur markað stór og mörg fótspor í sögu kvikmyndanna og hefur leikið í svo mörgum myndum og þáttum að það verður alls ekki talið allt upp hér einfaldlega út af því að það myndi taka allt of mikið pláss og þið mynduð alldrei nenna að lesa það allt ;D

Því miður er hún mikið farin að leika í sjónvarpsþáttum og ekki eins mikið í kvikmyndum þannig að til þess að sjá henna meistara takta þá annað hvort að kveikja á sjónvarpinu eða rölta út í videoleigu.

Og að síðustu þá ef að eihver getur sagt mér hvar ég get keypt Hokus Pokus og eða Beaches þá please látið mig vita !!
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3