Leikritið Three days of Rain var frumsýnt um þessa dagana og með aðalhlutverk fer Julia Roberts. Meðal gesta voru Susan Sarandon og Oprah Winfrey.
Gagngrýnandi New York Times sagði að Julia Roberts hefði verið eins og ljósastaur því að hú var svo stíf á sviðinu.
Leikritið, sem er eftir Richard Greenberg, var fyrst sýnt í litlu leikhúsi í New York árið 1997 en það fjallar um átök kynslóða og eðli fjölskyldulífs.
Julia Roberts leikur 2 hlutverk í leikritinu í fyrri hlutanum leikur hún dóttur sem reynir að komast að því hvað gerðist í raun þegar faðir hennar dó. Í seinni þættinum leikur hún móður.
Julia Roberts fór í fæðingarorlof fyrir rúmlega ári eftir að hún eignaðist tvíura.