…stjörnusamböndin.

Stundum líður tíminn hægar hjá okkur en fólkinu sem birtist á glansmyndum í slúðurblöðum, nýhætt með maka sínum og byrjað með nýjum. Jennifer Aniston og Brad Pitt eru þekkt dæmi um það þegar þau skildu og Brad tók upp samband með Angelinu Jolie. Áður en maður veit, ætla þau að giftast og Brad ætlar að ættleiða börnin hennar Angelinu. Manni finnst þetta ganga heldur hratt en í hinum raunverulega heimi sem við búum saman í. Í okkar heimi tekur heilt ár að fá skilnað í gegn! Stundum tekur allt skringilega stuttan tíman þarna í þessum fjarlæga og ímyndaða heimi sem við köllum Hollywood.

Annað sem vert er að nefna er hvernig fræga fólkinu sem alltaf er með ljósmyndara á hælum sér tekst að vera undirförult. Paris Hilton sem fer ekki framhjá neinum svíkur vinkonur sínar og tekur kærastana frá þeim. Grunað er að einmitt þetta hafið valdið vinslitum hennar og Nicole Richie en nýjasta dæmið er þegar gríski milljónamæringurinn sem var í sambandi með Mary-Kate Olsen sagði henni upp og fór til Paris eftir að Mary-Kate hafði kynnt hann fyrir vinkonu sinni, Paris. Paris Hilton er manneskja sem lætur ekkert stoppa sig og get ég vel trúað að hún eigi mjög bágt þessi stelpa. Oft á ég það til að vorkenna þessu fólki sem verður undir henni og í þessu tilfelli Mary-Kate. Henni og gríska milljónamæringnum var lýst sem svo hamingjusamu pari í Myndböndum mánaðarins að hjartað í manni brotnaði bara og maður vorkennir líka aumingja Jennifer Aniston þar sem enginn getur greinilega staðist kynþokka Angelinu Jolie…

…rétt þegar maður var farinn að halda að svona stjörnuhjónaband gæti virkað. Kannski er fólkið í þessum bransa allt svona, athyglissjúkt og gerir allt fyrir meiri umfjöllun í blöðunum. Maður veit aldrei.