Ég hef oft verið að skoða fólksíður og fleiri síður þar sem er verið að fjalla um unglingastjörnur. Oftar en ekki sé ég að ekkert er fjallað um Evan Rachel Wood, en hún lék snilldarleik í kvikmyndinni Thirteen, að mínu mati betur en Lohan, Duff og Olsen hafa gert samanlagt. Ég ætla aðeins að fjalla um hana hérna, því það eru margir sem vita ekki einu sinni hver hún er.

Evan Rachel Wood fæddist 7. september 1987 í Raleigh í Norður-Carolina. Foreldrar hennar heita Ira og Sara og á hún líka tvo eldri bræður sem hún performaði oft með í leikhúsinu “Theater In The Park Of Raleigh” (já það heitir það) en faðir hennar stofnaði leikhúsið. Rachel missti aðalbarnahlutverkið í “Interview with a vampire” þegar hún var sjö ára til Kirsten Dunst. En eftir að hún flutti til L.A með móður sinni og bróður sínum 1996 gekk henni vel og kom fyrir í sjónvarpsþáttum, kvikmyndum o.fl, t.d stórmyndinni “Practical Magic” en hún var með Sandra Bullock og Nicole Kidman í aðalhlutverkum. Ég held að margir hafi séð myndina en kannski ekki fattað að Wood hafi leikið eina dóttur Bullock í myndinni. Einnig lék hún dóttur Al Pacinos í myndinni Simone eða “S1m0ne” og dóttur Holly Hunter í myndinni “Thirteen” árið 2003.

Fyrsta skiptið sem ég tók eftir Wood var þegar ég sá hana í “Thirteen” og hvað hún lék ótrúlega vel í henni ásamt Holly Hunter og Nikki Reed. Myndin fjallar um stúlkuna Tracy (Wood) og þegar hún flækist inn í dóp og svoleiðis vegna nýju vinkonu sinnar Evie (Reed). Móðir hennar Tracy (Hunter) reynir með bestu getu að hjálpa dóttur sinni áður en allt fer til fjandans.

Ég hef ekki séð “S1m0ne” en ætla mér að sjá hana til að sjá leik Evan í henni. Mér finnst hún vera hæfileikarík leikkona sem á örugglega eftir að láta gott af sér leiða í framtíðinni.

Punktar um hana:

Hún hefur æft dans.

Hún elskar að syngja, synda, fara á línuskauta og hestbak.

Hún er með svarta beltið í Tae Kwon Doe.

Hún hefur þekkt Frankie Muniz síðan hún var 6 ára.

Takk fyrir,
sweetbaby.