Stjörnur Og Frægðin…

Hér ætla ég að skrifa um nokkrar frægar stjörnur…..

Nicole Kidman
Það þekkja án vafa flestir hina heimsfrægu Nicole Kidman. Hún fór að sjást í Hollywood árið 1990 og varð upp frá því enn frægari.
Hún fæddist á Hawaii, 20. júní 1967. Eins og flestir vita er hún áströlsk. Hún var alin upp í Ástralíu frá 4 ára aldri. Nicole er 1,80 m. á hæð og fullt nafn hennar er Nicole Mary Kidman.
Hún hefur unnið til fjölda verðlauna og má þar nefna Óskarinn, Golden Globe, AFI- og Saturn verðlaunin. The Others, Moulin Rouge og The Hours eru myndir með Nicole Kidman. Nýlegar myndir með henni eru m.a. Cold Mountain og The Human Stain. Nú á dögunum afhenti Nicole Kidman verðlaunin fyrir besta karlleikara í aðalhlutverki á Golden Globe verðlaununum 2004.

Scarlett Johansson
Scarlett Johansson fæddist 22. nóvember 1984 í New York. Þess má geta að hún er 1,63 m. á hæð. Hún á tvíburabróður, eldri bróður og yngri systur. Hún hefur verið tilnefnd til margra verðlauna t.d Golden Globe. Hún hefur nýlega unnið með Sofiu Coppola í myndinni Lost in Translation. Scarlett hefur einnig leikið í Home Alone 3, Horse Whisperer, Eight Legged Freaks, Ghost World og Lost in Translation. Myndin Lost in Translation er tilnefnd til Óskarsverðlauna. En Scarlett sem aðeins er 19 ára verður frægari og frægari með tímanum…Eftir nokkur ár munum við ábyggilega sjá miklu meira af henni!

Keanu Reeves
Fullt nafn hans er Keanu Charles Reeves. Þess má geta að hann er nefndur eftir frænda sínum. Hann er fæddur 2. september 1964 í Beirut, Lebanon. Þegar fyrsta systir hans (alsystir hans, sem heitir Kim) fæddist, fluttist hann með fjölskyldu sinni til Ástralíu. Hann á svo líka tvær hálfsystur, sem heita Karina og Emma Rose. Eftir að Keanu lék í The Matrix komst hann á A-listann í Hollywood. Keanu er 1,85 m. á hæð Hann hefur leikið í þónokkuð mörgum myndum og á meðal þeirra eru t.d The Gift, Speed og auðvitað Matrix myndirnar. Hann hefur verið tilnefndur til margra verðlauna m.a. Saturn verðlaunin.
Mörgum finnst Keanu vera algjört “babe” en öðrum ekki…
Í frítíma sínum finnst honum gaman að dansa og spila íshokkí. Árið 1993 var hann handtekinn í LA og var ákæran ölvunarakstur.
Hann hefur gengið í gegnum mikla erfiðleika um ævina, þar sem hann missti bæði konu og barn og nú er Kim, systir hans, með hvítblæði.

heidal sendi inn þessa grein