Fæðingardagur: 24 Mars 1990
Hárlitur: Svartur
Augnlitur: Brúnn
Hæð: 1,55
Skóli: Penrose Hights
Heimili: Glen Innes

Keisha Castle-Hughes fæddist í Donnybrook, vestur Ástralíu. Móðir hennar, Desrae Hughes er Nýja Sjálands Maori og pabbi hennar, Tim Castle er Ástrali.
Þegar Keisha var fjögurra ára, flutti fjölskylda hennar frá Ástralíu til Nýja Sjálands. Keisha á tvo yngri bræður, Rhys, ellefu ára og Liam, sjö ára.

Keisha var uppgötvuð til að leika í myndinni The Whale Rider þegar leikstjóri myndarinnar og starfsfólkið fór í skólann hennar í mt. Wellington , Nýja Sjálandi.
Keisha var valin úr nokkur hundruð stúlkum til þess að leika aðalhlutverkið, Pakieu.
Keisha hafði aldrei fyrr leikið í kvikmynd fyrr en hún lék í Whale Rider. Í viðtali við Jay Leno, viðurkenndi hún að hafa ekki einu sinni kunnað að synda þegar hún byrjaði að leika í myndinni.

Keisha er yngsta manneskja sem nokkrun tíman hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir aðalhlutverk.

Þess má geta að Keisha er að fara að leika í Star Wars Episode 3. Þar leikur hún Queen of Naboo.