Þar sem ég er mikill aðdáandi hans og finnst hann fara á kostum í LOTR ákvað ég að skrifa smá um hann.

Viggo er fæddur 20. október 1958 í New York. Pabbi hans er Dani og mamma hans er Ameríkani. Hann ólst upp við Íslendingasögurnar, en pabbi hans las þær fyrir hann. Þau fluttu oft þegar Viggo var lítill, og hefur hann m.a búið í Danmörku og Argentínu.

Árið 1987 kynntist hann pönksöngkonunni Christine Cervenka öðru nafni Exene úr hljómsveitinni X. Þau giftust og ári seinna kom Henry Blake Mortensen í heiminn. Þau skildu fyrir einhverjum árum síðan en eru ennþá mjög góðir vinir. Viggo hefur hljóðritað lag með henni auk þess að hafa sungið lög einn.

Viggo er málari, ljósmyndari og ljóð. Auk þess hefur hann gefið út 3 bækur og geisladiska. Á tökustað LOTR var hann með myndavélina sína með og frá fyrsta degi tók hann helling af myndum og límdi þær á spegilinn í förðunarrútunni. Þegar tökum var lokið voru komin nokkur lög af myndum.

Hann hefur leikið í rúmlega 40 myndum. Þ.á.m 28 days með Söndru Bullock og A walk on the moon með Diane Lane en þar leika þau einmitt í alveg mögnuðum ástaratriðum. Hvet alla sem vilja sjá þau r**a að sjá hana ;) ;)

Gæti skrifað miklu meira en hreinlega nenni því ekki núna ;)