Stjörnuparið Birgitta Haukdal (24) og Jóhann Bachman (27) slíta trúlofunni:

Sambandsslit undir frægðarsól! Popparaparið Birgitta og Hanni úr hljómsveitinni Írafár hefur verið heitasta par landssins seinustu misserin. Þótt parið sé almennt mjög vel þokkað og þyki hafa einstaka útgeislun hefur það líka fengið að finna fyrir hinum neikvæðu fylgifiskum frægðarinnar. Líkt og aðrir í svipaðri stöðu hafa þau oft verið á milli tannanna á almenningi og undir kastljósi fjölmiðla. Margar rætnar sögur hafa gengið um þau og nýlega fór sá kvittur á kreik að þau væru hætt saman. Séð og Heyrt hafði spurningar af því en Einar Bárðarson, umboðsmaður Írafárs, kannaðist ekki við að stjörnuparið hefði slitið samvistun. Á dögum var Birgitta gestur í þættinum ,,Ísland í dag“ á Stöð 2 og spurði Jóhanna Vilhjámsdóttir hana þá beint út hvort þau Hanni væru hætt saman. Birgitta er mjög hreinskilin og opinskrá og svaraði því játandi. Bætti hún við að þau Hanni væru góðir vinir og sambandsslitin mundu ekki hafa æahrif á framþróun Írafárs.

Trúlofuðust í maí
Hljómsveitin Írafár hefur aldrei verið vinsælli og Birgitta er elskuð og dáð af allri þjóðinni. Hún hefur verið andlit Írafárs frá upphafi en Hanni gekk til liðs við hljómsveitina haustið 2001, skömmu eftir að hljómsveitin Skítamórall sprakk í loft upp. Birgitta og Hanni byrjuðu saman fyrir tæpum fimm árum og ef eitthvað var virtist ástin vaxa með auknum vinsældum Írafárs. Þau kynntust þegar Birgitta söng í ABBA-sýningunni á Broadway en þá var Skítamórall að leika á sama stað. ,,Mér fannst strákarnir í Skítamóral allveg það asnalegasta sem ég vissi um og glataðir töffarar. En þegar við kynntumst þá féll ég gjörsamlega fyrir Hanna.” Sagði Birgitta í viðtali við Séð og Heyrt í febrúar síðastliðnum. Hljómplatan ,,Allt sem ég sé“ sem kom út fyrir jólin í fyrra seldist í bílförmum og gerði Írafár að lang vinsælustu hljómsveit landssins. Í kjölfarið söng Birgitta evróvisjónlagið Segðu mér allt og tryggði það henni farseðilinn til Riga í Lettlandi þar sem Hanni lék undir hjá henni. Hanni notaði einnig tækifærið í Riga og bað Birgittu og settu þau upp hringana á laun. Tókst þeim að halda trúlofuninni leyndri en að sögn bar Birgitta þó hringinn á löngutöng þegar hún söng Open your Heart fyrir tugi milljóna evrópskra sjónvarpsáhorfenda.

Rómantíkin entist ekki
Birgitta og Hanni eru bæði í eðli sínu mjög rómantísk og eldheit ást þeirra fór ekki framhjá neinum sem þekkir til þeirra. ,,Við erum bæði ótrúlega rómantísk en Hanni er duglegri að koma mér á óvart en ég honum, sagði Birgitta í Séð og Heyrt. ,,Ég er mikil englastelpa og fæ oft einn og einn engil frá honum.” Poppstjörnurnar hófu fljótlega sambúð eftir að þær byrjuðu saman og fluttu í nýja íbúð síðastliðið haust. ,,Við hófum sambúð mjög fljótt eftir að við kynntumst og það hefur eiginlega ekki verið hægt að slíta okkur í sundur síðan við sáumst fyrst," sagði Hanni í Vikunni þegar tímaritið birti innlit hjá popparaparinu í nóvember. Heimili þeirra bar smekkvísi þeirra vitni og þau innréttuðu það á mjög persónulegann hátt. Samkvæmt heimildum Séð og Heyrt er Hanni fluttur út en það mun hafa verið Birgitta sem vildi slíta sambúðinni.

Valentínusargjöf:
Hanni og Birgitta voru dugleg að gleðja hvort annað með gjöfum og Birgitta gaf Hanna súkkulaðihjarta í valentínusargjöf en þau eyddu deginum í London.

Jólabörn:
Birgitta og Hanni voru mikil jólabörn og nutu sín vel í jólalandinu í Smáralind.

Óljós framtíð:
Framtíð hljómsveitarinnar Írafár er í uppnámi en von er á nýrri plötu frá henni sem tekin var upp á Flórída.

Hver fær bílinn?
Í febrúar fengu Birgitta og Hanni sér nýjann Renault Megane frá B&L en ekki hefur heyrst hvor þeirra fær bílinn við skilnaðinn.

Nýtrúlofuð:
Ástin skein af stjörnuparinu í Riga þar sem það var fulltrúar Íslands í Evróvisjónkeppninni með lagið Open Your Heart. Þau opnuðu hjörtu sín hvort fyrir öðru í ferðinni og trúlofuðust.

Sumarást:
Árin fimm sem Birgitta og Hanni eyddu saman voru ævintýri líkust.

Þessa grein skrifaði ég upp úr Séð og Heyrt og tók mig langann tíma að skirfa hana upp.