Það var ekki fyrir margt löngu þegar ég tók fyrst eftir því að sæljón (og önnur skyld dýr s.s. blöðruselur) höfðu þessa gríðarlegu persónutöfra. Vakti þetta strax áhuga minn á þessum dýrum og ekki leið á löngu þar til mér fannst ég þurfa að eigast eitt slíkt. Það var hægara sagt en gert og var ég nær búinn að gefa drauminn, eftir margar mislukkaðar tilraunir, upp á bátinn þegar félagi minn kom mér í samband við ættmenni sitt og sægarp mikinn sem sigldi reglulega meðfram ströndum Ekvadors þar sem mikið er um sæljón.
Sægarpurinn, sem ég kýs að nafngreina ekki því hann heitir svo asnalegu nafni, tók vel í þá hugmynd að fanga eitt fallegt sæljón í þartilgerðan fangara í næstu ferð sinni suður ef hann fengi 300.000 krónur í sinn hlut. Það þótti mér gjafverð.
Fjórum mánuðum síðar kom hann að Reykjavíkurhöfn með sæljónið.
Þetta var glæsilegt sæljón sem ég gaf nafnið Hreggviður.
Með okkur Hreggviði myndaðist fljótlega vinátta sem á sér enga líka, við vorum bestu vinir.
Eins og fram hefur komið gekk allt einstaklega vel í upphafi, eða þar til Hreggviður uppgötvaði internetið. Hann hagngir í tölvunni allan daginn á þessum “chat-rooms” og hefur ekki tíma fyrir neitt annað. Við höfum fjarlægst hvorn annann þannig að við tölum varla saman, ég er farinn að halda að honum líki ekki við mig. Hvað get ég gert kæru hugarar? Hvernig get ég fengið sæljónið mitt til að tala við mig aftur?