Nú ætla ég ekki að fara að tala um Britney Spears sem söngkonu, kyntákn, leikkonu eða eitthvað annað. Heldur Britney Jean Spears 21 árs sveitastelpan í Bandaríkjunum.

Britney Spears er líklega sú sem að fær mestu gagnrýn fólks af öllum í bransanum (svipað og Madonna á sínum tíma). Ég hef EKKERT á móti því að fólk fíli hana ekki sem söngkonu, leikkonu, kyntákn eða hvað sem er… en…

ÉG ÞOLI EKKI þegar fólk gerir það persónulegt og byrjar að tala um hversu hræðileg hún er… á persónulegan hátt. Fólk er ekki að gagrýna tónlistina eða myndir af henni í tímaritum heldur gagnrýna hana sem einstakling.

Britney Spears eins og flestir í bransanum í dag hefur notað “kynlíf” til þess að auka vinsældir sínar. En það sem hún hefur EKKI gert eru persónulega árásir á fólk. Ég hef ALDREI heyrt þessa ungu stúlka tala illa um neinn, hvort sem það sé Justin Timberlake, Avril Lavigne eða Eminem þá hefur hún aldrei sokkið það langt niður að fara í persónulegar árásir til þess að fá athygli (það er MJÖG algengt í dag).

Einnig er hún alltaf kurteis í viðtölum og kemur bara almennt vel fram við fólk í bransanum. Held að flestir í þessum bransa sem hafi hitt hana hvort sem það sé í Svíþjóð, New York eða LA eru sammála um að hún sé mjög kurteis ung sveitastelpa.

Þeir sem að hafa gagnrýnt hana eru t.d….

Avril Lavigne
Eminem
Fred Durst
Justin Timberlake
Kelly Osbourne
BAckstreet Boys
Og fleiri…

Það sem þau eiga öll sameiginlegt er að þau gagnrýna hana mest einmitt á því tímabili sem þau eru að fara að GEFA ÚT PLÖTU. Er það tilviljun eða ? Nei ég held ekki.

Þeir sem að hafa hrósað henni eru t.d….

Celine Dion
Whitney Houston
Mariah Carey
Madonna
Mick Jagger
Halle Berry
Missy Elliot
Justin Timberlake (strákurinn er alltaf að skipta um skoðun hehe)

Og það sem er nefnilega öðruvísi er að þau voru ekkert að gefa út plötur eða eitthvað þannig þegar þessi hrós komu frá þeim.

Svo hvort sem þið séuð að fíla hana eða ekki þá verðið þið allavega að viðurkenna að það er gott hjá henni að sökkva ekki svo langt niður að fara í persónulegar árásir á fólk til þess að auka vinsældir. Ef hún myndi líka segja eitthvað til baka til þeirra sem ráðast á hana þá væri hún að gera þeim greiða þar sem þau myndu fá meiri athygli.

Vona allavega að fólk passi sig á því að fara ekki í persónulegar árásir óvart… fólk tekur líka örugglega meira mark á ykkur ef þið rökstyðjið mál ykkar um hvað ykkar líkar ekki við af því sem hún er að gefa út, heldur en ef þið segið bara “Britney er hóra” eða eitthvað þannig :P<br><br>______________________________________________________________________________________________

<b>I think I´m still clean living… you know, I mean I don’t go home and have orgies or anything like that. I´m still the same person I have always been. (Britney Spears, CNN 2003)</