Austurríska vöðvatröllið Arnold Schwarzenegger sagði nýlega frá því í viðtali að það sem hann hræðist mest af öllu er að fara í vaxmeðferð. Arnold var náttúrulega einn frægasti líkamsræktargaur í heiminum og sem slíkur hefur hann oft þurft að stíga á svið hárlaus og olíuborinn. Besta leiðin til að verða hárlaus er svo náttúrulega vaxmeðferð og að sjálfsögðu prufaði Arnold hana en fékk ekkert út úr því nema slæmar minningar…og kannski hárlaust bikiní-svæði.