Þegar Zack de la Rocha hætti í Rage Against The Machine í október 2000, var óvíst hvort að hljómsveitin myndi halda áfram. Innan nokkura mánaða var sá orðrómur kominn á kreik að Chris Cornell, sem áður var í Soundgarden kæmi í stað de la Rocha.
Sá orðrómur reyndist sannur því að Cornell gekk til liðs við Rage.
Chris Cornell, Tim Commerford, Tom Morello og Brad Wilk eyddu næsta árinu í að semja og taka upp og það virtist sem að hljómsveitin færi að verða alvöru.
Vorið 2002 ætluðu þeir ekki lengur að ganga undir nafninu Rage Against The Machine og ákváðu að taka þátt í Ozzfest. En áður en sumar prógrammið byrjaði hætti Cornell í verkefninu því að það væri ekki að þróast í þá átt sem hann hafði vonað.
Þá var hætt við allt prógrammið en í byrjun haustsins ákvað Cornell að koma aftur til liðs við verkefnið.
Þeir veltu því fyrir sér að kalla sig Civilian en ákváðu síðan að kalla sig Audioslave.
Fyrsta smáskífan þeirra, “Cochise” var gefin út í september 2002.


Geisladiskar og Smáskífur:

Cochise 2002
Audioslave 2003
Like A Stone 2003

Meðlimir:

Chris Cornell : Söngur
Tim Commerford : Bassi
Tom Morello : Gítar
Brad Wilk : Trommur

Heimildir : www.allmusic.com
The waves come crashing as I sail across the waters,
And I hope against hope that the cold steel hull will carry me to salvation.