Angelina jolie er núna að leika í framhaldsmynd um hörkutólið Löru Croft og nefnist hún Tomb Raider 2: Lara Croft and the Cradle of life. Hún gefur sér samt ætið tíma til að sinna hugðarefnum sínum og fyrir utan soninn Maddox, sem fær næga athygli frá henni,sinnir hún störfum sínum sem sérlegur sendiherra Sameinuðu þjóðanna í þágu mannúðarmála. Angelina hefur tekið sérstöku ástfóstri við Kambódíu eftir að hún heimsótti landið við tökur á fyrri Tomb Raider-myndinni(Maddox er frá Kambódíu)og hryggst nú að kaupa sér þar hús og búa þar a.m.k. hálft árið. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á baráttu fyrir því að finna og eyða jarðsprengjum sem grafnar eru í jörð víða í Asíu,ekki síst Kambódíu, og kosta árlega marga tugi manna bæði líf og limi.Á meðfylgjandi mynd er hún í heimsókn í skóla nokkurum í Cheshire í Englandi, en börn þar lögðu málefninu lið um daginn með því að safna fé fyrir samtök sem Angelina styður heilshugar í baráttunni gegn jarsprengjum….