Ég vil ekki vera eitthvað ógeðslega pirrandi nöldrari, en það er bara svo pirrandi að lesa kannanir sem eru ekkert vandaðar. Könnunin sem er núna til dæmis, þá hefði verið allt í lagi fyrir höfundinn að lesa einu sinni yfir og byrja kannski á stórum staf.
Ég er ekkert að segja að hann geri stafsetningarvillur, það er bara eitthvað sem maður ræður ekki við, en gerir óvart ‘t’ í staðinn fyrir ‘r’ og gleymir i-inu. Ég er ekkert að segja bara þessi könnun, svo að ekki taka þetta neitt til þín butnik.

Þið megið alveg segja mér ef ykkur finnst ég vera nöldrari, enda skýrði ég korkinn nöldur…