Frá mbl.is

Leikkonan Gwyneth Paltrow er sögð hafa slitið nokkurra mánaða sambandi sínu við Chris Martin, söngvara hljómsveitarinnar Coldplay, en hann lýsti því nýlega yfir að hann hefði hug á að kvænast henni.
“Chris var ánægður með að vera einhleypur áður en hann hitti Gwyneth en hún hefur lagt á hann álagafjötra ástarinnar. Hann virðist reiðubúinn til að festa ráð sitt og segist öfunda gifta vini sína,” sagði einn vina hans skömmu áður en upp úr sambandinu slitnaði.

Gwyneth, sem hefur áður átt í löngum samböndum við Brad Pitt, Ben Affleck og Luke Wilson, er hins vegar sögð hafa sagt vinum sínum að Martin hafi verið “milli-maður” í hennar lífi.<br><br><font color=“#FF00FF”>Hmm… það er nefnilega vit í óvitinu… - Englar Alheimsins</font