Fullyrt er nú að breski leikarinn Michael Gambon hafi verið fenginn til að leika Albus Dumbledore, skólastjóra Hogwarts-galdraskólans þar sem Harry Potter og vinir hans stunda nám. Orðrómur hafði verið um að Ian McKellen hefði verið fenginn til að fylla skarð Richards Harris sem lést á síðasta ári.
Áformað er að hefja tökur á þriðju kvikmyndinni um Harry Potter innan tíðar. Leikstjóri er Alfonso Cuaron og Daniel Radcliffe, Emma Watson og Rupert Grint munu áfram leika Harry, Hermione og Ron.

Michael Gambon er í hópi virtustu leikara Bretlands. Hann hefur leikið á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum, nú síðast í myndinni Gosford Park.
Have a nice day