Söngkonan Pink Hérna ætla ég aðeins að segja frá söngkonunni Pink.

Alecia Moore, eða Pink fæddist 8. september árið 1979 í Pennsylvaníu, en ólst upp í Fíladelfíu. Foreldrar hennar heita James og Judy Moore. Hún á einn bróður, Jason sem er eldri en hún. Hún útskrifaðist úr skólanum Central Bucks West High árið 1997.
Hún átti erfið unglingsár þar sem foreldrar hennar rifust mikið og skildu á endanum. Hún skrifaði í dagbók þar til ein bekkjarsystir hennar stal henni og hengdi allar blaðsíðurnar um skápana í skólanum. Eftir það skrifaði hún ljóð um líf sitt og hvernig henni leið. Hún var að reyna skilja allt það sem var á gangi í lífi hennar. Hún var vandræðaunglingur og lærði aldrei heima og mætti alltaf seint í tíma. Hún hataði skólann og alla kennarana. Hún vildi sanna fyrir hverjum einasta kennara sem sagði að ekkert yrði úr henni að hún væri eitthvað séstök og hefði hæfileika.
Hún hlustaði mikið á 4 Non Blondes og söng lögin á skemmtistöðum í nágrenninu. Hún klæddist stígvélunum og höttunum sem einkenndi hljómsveitina og fleira. Hún elskaði að vera á sviðinu. Hún elskaði alla spennuna og allt sem því fylgdi. Einnig hlustaði hún á Madonnu, TLC, Billy Joel, Guns N’ Roses, Janis Joplin, Green Day, 2Pac og pabba hennar sem lék á gítar og kenndi henni.
Gælunafnið Pink, fékk hún því hún roðnaði svo mikið þegar hún varð sér til skammar sem gerðist nokkuð oft því hún var svo klaufaleg.
Hún gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2000. Hún hét Can’t Take Me Home og innihélt þrettán lög. Þrjú þeirra komu út á smáskífu og komust á topp 10 listann í Bandaríkjunum. Svo í nóvember árið 2001 kom önnur breiðskífa hennar út, Missundaztood. Fjögur þeirra hafa nú þegar verið gefin út á smáskífu og myndbandi. Eða á leiðinni, Family Portrait er á leiðinni.
Hún hefur fengið nokkur verðlaun í gegnum tíðina, t.d. fékk hún árið 2000 verðlaun fyrir besti nýliðurinn hjá tímaritinu Billboard Magazine. Svo árið 2001 fékk hún verðlaun fyrir besta myndbandið við lagið Lady Marmalade hjá MTV og svo fékk hún Grammy verðlaun fyrir Lady Marmalade.

Nú er spurningin, hvað finnst ykkur um hana?