Sannleikurinn um Britney Spears Ég var hér að lesa grein á Huga um Avril Lavigne, og ég sá svar frá notanda sem heitir friend, hér er svarið hans “já ég er sammála hún er bara SVÖL! eigilega bara uppáhaldss söngkona mín núna eitthvað annað en þessar fokkings britney spears eftirllíkingahórur! (og britney spears natturulega!!)”
Mér finnst rosalega sorglegt þegar fólk getur ekki sagt neitt jákvætt um fræga manneskju án þess að segja eithvað neikvætt um aðra í leiðinni. Avril og Britney eru mjög ólíkar og það ætti varla að vera að bera þær saman, jafn fáranlegt og að bera saman Tinu Turner og Celine Dion.

Þessi heimskulega athugasemd fékk mig til að skrifa þessa jákvæðu grein um Britney Spears, með góðar athugasemdir. Ég er rosa mikill Britney Spears aðdáandi og því móðgast maður dáldið þegar maður sér svona athugasemdir eins og frá friend.
Ég lýt þannig á málið að það eru tvær frægar Britney Spears í þessum heimi, ein alvöru manneskja með tillfinningar, og hin búin til af fjölmiðlum. Þessi grein mun fjalla aðallega um alvöru Britney Spears manneskjuna en ekki það sem fjölmiðlar ljúga um hana!

Til að auðvelda lestur á þessari grein hef ég ákveðið að skipta henni niður í nokkra kafla… “Saga”, “Meydómur”, “Leiklist”, “Silicone brjóst”, “Góðgerðarmál”. “Tilgangur með þessari grein”.

Saga

Britney Jean Spears fæddist 2.desember árið 1981. Frá því hún fæddist hefur hún átt heima í rúmlega 2000 manna smábæ í Louisiana í Bandaríkjunum sem heitir Kentwood. Britney fékk strax áhuga á tónlist og dans þegar hún var bara barn, eða u.þ.b. 3 ára var hún byrjuð að hlusta á útvarpið heima hjá sér. Sem krakki ferðaðist hún mikið um Bandaríkin með móður sinni Lynne Spears, og tók þátt í mörgum dans- og söngkeppnum.
En stóra tækifærið kom þegar hún vann ein af aðalverðlaununum í þættinum Star Search þegar hún var 10 ára.
Venjulegt ár hjá Britney í æsku var að búa á sumrin í New York og var hún þar mikið í leiklist eða söng/dans. Og áfram hélt Britney að klifra upp frægðarstigann.
Rúmlega ári eftir Star Search sigurinn fékk hún eitt af aðalhlutverkum i sjónvarpsþættinum “The Mickey Mouse Club” hjá Walt Disney. Þar var hún að leika og dansa/syngja með t.d. Justin og JC sem seinna urðu meðlimir í hljómsveitinni Nsync, Christina Aguilera sem varð líka fræg solo söngkona, og leikkonan Keri Russel sem leikur Felicity í fræga sjónvarpsþættinum Felicity.
Alveg ótrúlegt hvernig svona margir einstaklingar sem öll þekkja hvort annað, endi öll sem stórstjörnur. Eftir nokkur ár í “The Mickey Mouse Club” var þættinum því miður aflýst. Britney fór aftur heim til Kentwood og lifði frekar “venjulegu” lífi í nokkur ár.
En þegar Britney var aðeins 15 ára sótti hún um plötusamning hjá 5 frægum plötufyrirtækjum í Bandaríkjunum, 4 sögðu strax nei, enda var á þessum tíma bara Boy/Girlband æði og ekkert pláss í bransanum fyrir ungar solo söngkonur, eða allavega var það álit fyrirtækjanna. Jive Recors var eina plötufyrirtækið sem íhugaði þetta smá, þeir buðu Britney að fara í eitt af þessum týpísku “Girl Band” eins og Spice Girls. Britney íhugaði þetta í nokkra daga en að lokum neitaði hún tilboðinu, hún vissi að þetta gæti kostað sig samning hjá frægu plötufyrirtæki, en draumur hennar hafði alltaf verið að vera solo söngkona en ekki partur af hljómsveit.
Jive leyfði henni samt að fara í studio-ið hjá sér og prófa að syngja nokkur lög, eins og t.d. remake af “The beat goes on”. Hún myndi fá 2 mánuði til að sanna sig, en eftir aðeins nokkra daga var skrifað upp á samning á heilum 5 plötum hjá Jive Records. Frá því fyrsta plata hennar “Baby One More Time” var gefin út. Hefur Britney gert t.d. 2 plötur,1 bíómynd, gefið út ævisögu og skáldsögu, og verið ein af vinsælustu og valdamestu stjörnum í heiminum.
Einnig má nefna að hún á sín eigin fyrirtæki, veitingastað í NYC sem heitir “Nyla”, og eigið tónlista/kvikmynda fyrirtæki, sem heitir “Britney Spears production” Forbes Global tímaritið valdi hana nýlega sem þekktustu og valdamestu stjörnu í heiminum.


Meydómur

Jæja þá er komið að hinum fræga “Britney Spears meydómi”, þetta er eitt af því sem er týpískt málefni sem “Britney hatarar” velja sér til þess að gagnrýna Britney. Segja að hún sé ekkert hrein mey og að hún eigi ekkert að ljúga að heiminum að hún sé hrein mey.
Mitt álit er það að það kemur okkur ekkert við hvort hún sé hrein mey eða ekki, skil ekki hvernig fólk nennir alltaf að röfla um þetta í hvert skipti sem nafn hennar er nefnt. En víst þeir gera það á neikvæðan hátt þá verð ég eiginlega að nefna það hér á góðan hátt þótt mér finnist ekkert rosalega gaman að tala um meydóm hennar.
Málið er að fyrst þegar hún var að verða fræg um allan heim, árið 1999. Þá sagði hún í 2 eða 3 viðtölum að hún væri hrein mey (sér eftir því í dag). Og blað eftir blað um allan heim tekur þessi orð úr munni hennar og birta það aftur og aftur eins og hún sé alltaf að endurtaka það, en í raun hefur hún ekki sagt neitt um að vera hrein mey síðan árið 1999.
Þegar hún er spurð að þessu í dag í viðtölum þá segir hún bara “no comment”. Enda breytist maður mikið frá 17 til 20 ára. Semsagt þar hafið þið það, hún segist ekki lengur vera hrein mey svo hættið að bögga hana útaf margra ára gömlum viðtölum.

Leiklist

Núna hefur Britney gert sýna fyrstu kvikmynd sem heitir “Crossroads”, hefur hún fengið bæði góðar og slæma umfjallanir um þessa mynd, samt aðallega slæmar. Fólk lýtur á þetta sem hina týpísku poppstjörnu sem hefur enga hæfileika í leiklist og notfærir sér frægð sína til að komast í kvikmynd. Eins og ég nefndi áðan þá hefur hún frá því hún var krakki verið í leiklist, svo þetta er ekkert nýtt hjá henni, hún er vön því að leika.
En ég viðurken það að “Crossroads” er engin óskarsverðlaunamynd, bara svona venjuleg unglingamynd. En mér finnst þetta samt góð mynd og gaman að horfa á hana. Margir toppleikarar sem hafa leikið verr í sinni fyrstu mynd. Britney gerði meira en bara láta einhvern frægan leikstjóra skipa sér fyrir, heldur tók hún sjálf að sér að ráða bæði leikara, leikstjóra, handritshöfund, og bara allan pakkann. Ekki bara bíómynd sem hún var ráðin í, heldur hennar eigin verkefni sem hún byrjaði á sjálf.


Silicone brjóst

Þessi partur af Britney (líkamlega) hefur víst verið sá frægasti, alltaf verið að tala um “silicone brjóstin hennar Britney”. Að mínu mati er þetta svipað mál og með meydómin, í raun er hún eina sem veit sannleikan að vissu. Að mínu mati hefur hún ekki silicone brjóst, ekki að það sé eithvað hræðilegt að hafa þannig brjóst. En auðvitað er rosalega auðvelt að dæma svona fræga manneskju.
Myndir þú kalla systur þína “fake sílikon tussu” ef hún myndi fara í svona aðgerð ? Ég skil ekki hvernig svona aðgerð á að geta gert manneskju að verri manneskju en hún var áður. Málið er að brjóstin hennar eru alltaf að stækka og minka, einn daginn er hún með meðalstór brjóst, og næsta dag er hún með helmingi stærri brjóst.
Ef þessar athugasemdir fólks um að hún hafi silicone brjóst væru réttar, þá væru hún að taka silicone-ið úr og setja það aftur í á viku fresti. Auðvitað er þetta bara “push-up bra” eða eithvað þannig sem konur nota til að láta brjóstin virka stærri. Þar sem Britney á marga milljarða held ég að það sé frekar auðvelt fyrir hana kaupa eithvað sem lætur brjóstin virka stærri en það að fara undir hnífinn.
T.d. í Crossroads myndinni eru brjóstin hennar frekar flöt á ströndinni, en síðan þegar hún er komin á sviðið í allt “superstar uniformið” þá eru brjóstin helmingi stærri. Þetta sannar að að hún er að nota eithvað annað en silicone aðgerð til að láta brjóstin virka stærri. Hún var líka rosalega mjó þegar hún var 16-17 ára, en byrjaði síðan að fitna smá og fá meira kjöt á líkamann. Flestar stelpur þekkja það að lögun brjóstana breytist við það.

Góðgerðamál

Britney oft gefið peninga og tíma sinn í að aðstoða fólk sem þurfa hjálp. Hún hefur t.d. látt opna sér álmur á spítölum, á mörgum stöðum í Bandaríkjunum. Gefið “Britney Spears álmur” til spítala sem ætluð er langveikum börnum, allur peningur sem fór í það kom beint frá henni. Og trúið mér þetta er mikill peningur, það er ekki ódýrt að byggja heila álmu fyrir spítala, hvað þá nokkrar. Einnig hefur hún styrkt sérstaka sjúkdóma eins og t.d. alnæmi og krabbamein.
Hún opnar líka sumarbúðir á sumrin fyrir krakka í Bandaríkjunum sem hafa áhuga á að verða betri í allskonar listrænum hæfileikum, eins og t.d. dans, söng, leiklist og fleira. Þetta gerir hún afþví hún man hvernig það var að vera í fátækri fjölskyldu sem átti ekki efni á þeirri kennslu sem hún þurfti.
Oft þurfti fjölskylda Britney að bíða með t.d. fatakaup svo þau ættu efni á að borga danstímana hennar Britney.
Svo Britney vill styðja krakka í að æfa hæfileika sína án þess að það kosti fjölskyldur þeirra peninga. Eftir 11.september í fyrra gaf Britney 1 milljón dollara til stuðning barna í fjölskyldum þeirra sem misstu ástvini í hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin.
4.nóvember næstkomandi verður haldið sér heiðurstónleikar í tilefni Britney Spears vegna góðgerðamála hennar. Er hún að fá sérstök heiðursverðlaun sem eru kölluð “The Childrens' Choice Award” og er víst mikill heiður í að fá þessi verðlaun.
Enda eru tónleikarnir tilnefndir þeirri manneskju sem vinnur verðlaunin. Þeir sem búið er að staðfesta að spili á tónleikunum eru t.d. Ashanti, Michelle Branch, Sugar Ray, og Sixpence None the Richer. Seinna verður tilkynnt hverjir fleiri verða á staðnum.


Tilgangur með þessari grein

Tilgangur minn með þessari grein er að fá fólk til að hugsa áðeins áður en það dæmir Britney Spears svona fljótt, ég meina. Auðvitað hefur fólk mismunandi smekk á tónlist. Enda er ég ekki að reyna að fá fólk til að endilega líka við hana, heldur sætta sig við hana.
Hún er búin að vera fræg í næstum 4 ár núna, ég held að það sé augljóst að hún er orðin meira en bara “1 hit wonder” og eigi eftir að vera í fjölmiðlum næstu árin.
Og það eru milljónir manna sem eru að fíla hana í botn. Og það getur verið dáldið pirrandi að fólk sé alltaf að böggast í manni fyrir að fíla hana. Ég meina stundum er eins og það sé erfiðara að vera Britney Spears aðdáandi í þessu samfélagi en að vera samkynhneigður.
Fólk horfir á mann eins og einhverja geimveru þegar maður segist vera aðdáandi hennar. Samt er hún að selja mest af öllum söngkonum í heiminum. Eina sem ég vil er að fólk spái aðeins í hvað það er að segja áður en það skrifar setningar eins og “já ég er sammála hún er bara SVÖL! eigilega bara uppáhaldss söngkona mín núna eitthvað annað en þessar fokkings britney spears eftirllíkingahórur! (og britney spears natturulega!!)”
Einnig að lokum vil ég taka fram að hún skrifar fullt af lagatextum, það eru nefnilega margir sem halda að hún láti aðra skrifa allt fyrir sig sem er ekki satt. T.d. skrifaði hún helmingin af lögunum á seinustu plötu sinni “Britney”. Og er planið að skrifa öll lögin sjálf fyrir fjórðu plötuna.



Takk fyrir :)