MTV Video Music Awards Það var rapparinn Eminem sem var sigurvegari á MTV hátíðinni sem var haldinn í vikunni. Ekki vou þó allir til í að bjóða rapparann umdeilda velkominn þangað. Hátíðini hafði verið flýtt sökum þess að 11. september er á næsta leyti og vildu MTV menn ekki halda hátíðina of nálægt þeim degi, Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ár liðið frá hryðjuverka árás á bandaríkin þann 11. September.

Íslensku drengirnir í Quarashi voru tilnefndir til verðlauna á hátíðinni, “Besta listræna stjórnunin”. En unnu þeir þau ekki, Voru það piltarnir í Coldplay sem hirtu verðlaunin af þeim, Fyrir myndbandið “yellow”.

Söngkonan “Pink” vann tvenn verðlaun og einni Hljómsveitin “No Doubt”, en rokkhljómsveitin fékk næst mest af verðlaunum með 3 stk.

Hér kemur svo listi yfir vinningshafa í flokkum:


Myndband ársins: Eminem, Without Me

Áhorfendaverðlaun: Michelle Branch, Everywhere

Besta rappmyndbandið: Eminem, Without Me

Besta r&b-myndbandið: Mary J. Blige, No More Drama

Besta hipp hopp-myndbandið: Jennifer Lopez, I'm Real

Besta rokkmyndbandið: Linkin Park, In the End

Besta myndband kvenkyns listamanns: Pink, Get The Party Started

Besta myndband karlkyns listamanns: Eminem, Without Me

Besta poppmyndbandið: No Doubt featuring Bounty Killer, Hey Baby

Besta myndband nýs listamanns: Avril Lavigne, Complicated

Besta myndband hjómsveitar: No Doubt featuring Bounty Killer, Hey Baby

Besta dansmyndbandið: Pink, Get the Party Started

Besta myndbandið úr kvikmynd: Chad Kroeger featuring Josey Scott, Hero (Spider-Man)

Tímamótamyndbandið: The White Stripes, Fell in Love With a Girl

Verðlaun MTV2: Dashboard Confessional, Screaming Infidelities

Besta leikstjórnin: Eminem (Leikstjóri Joseph Kahn, Without Me)

Bestu dansarnir: Kylie Minogue, Can't Get You Out of My Head

Bestu tæknibrellurnar: The White Stripes, Fell in Love With a Girl

Besta listræna stjórnunin: Coldplay, Yellow

Besta klippingin: The White Stripes, Fell in Love With a Girl

Besta myndatakan: Moby, We Are All Made of Stars