Britney Spears í Las Vegas. Í gær voru sýndir 90 min. tónleikar með Britney Spears í Las Vegas.
Ég horfði á þetta og tók eftir því hvernig stíllinn hennar hefur breyst.
Búningarnir sem hún og dansararnir voru í voru mjög sérstakir og sumir einfaldlega ljótir.
Hún hefur eiginlega breyst úr þessari ,,saklausu“ hreinu mey í djarfa söngkonu sem klæðist rifnum og opnum fötum. Í byrjun tónleikana var lagið ,,Oops I dit it again” remixað þannig að það hljómaði eins og eitthvað þungarokkslag. Hins vegar er það ekki stíllinn yfir Britney. Það kemur fram í laginu ,,Slave 4 U" hvernig hún álíti sig ekki þessa saklausu smástelpu og segist vera þræll fyrir kærastann (Justin hehe)
Myndbandið við það lag er líka algjörlega ólíkt hinum myndböndunum hennar.
Eiginlega finnst mér þessi nýi stíll betri enn þessi skólastelpu stíll, hann var svo eitthvað þannig að maður vissi hvað þetta væri svo mikið kjaftæði.
Ég veit að margir hata Britney en þið þurfið ekki að segja það hér.
Þeir sem horfðu á tónlekana, segjið mér hvað ykkur fannst um hann ;)
Kveðja,
Hegga