Ég sá þennan þátt síðastliðinn sunnudag (21.apríl) sem var um hann Pál Óskar og alltaf finnst mér það vera svo einkennilegt að það skuli alltaf vera bara Páll óskar Homminn!! en ekki Páll Óskar söngvarinn.. voðalega þarf fólk alltaf að vera endalaust að vera spá og velta sér upp úr því að hann sé hommi, það er alveg komið nóg af því held ég og ég held alveg pottþétt að það viti nú loksins allir að hann sé hommi. Ég er ekkert að bög´gast út í Pál því eins og hann segir sjálfur er að hann vill að það sé ekkert verið að mikla hann mikið bara fyrir það að hann sé hommi, ég vil bara fara sjá þátt t.d um hann sem söngvara ég held ég hafi aldrei séð þannig þátt.. nóg er nú búið að gera þætti um aðra söngvara, af hverju er ekki heill sjónvarpsþáttur um Stebba Hilmars og um hvað hann er rosalega gagnkynhneigður..?
bara spá..