Úff mörg afmælisbörn í dag... Sarah Jessica Parker var fædd árið 1965 í Nelsonville, Ohio. Fjórða af átta systkinum. Stephen og Barbara Parker, foreldrar hennar, skildu fljótlega eftir fæðingu framtíðarstjörnunnar og mamma hennar giftist seinna aftur.

Sarah Jessica æfði söng og ballet og kom oft fram við frábærar undirtektir áhorfenda. Sömu sögu var að segja um nokkur sytkini hennar.

Árið 1976 flutti fjölskylda hennar til New Jersey eftir að Sarah hafði fengið fyrsta Brodway hlutverkið sitt, í The Innocents. Í framhaldi af því kom hún fram í The Sound of Music á sviði, ásamt 4 systkinum sínum (bara Brady Bunch mætt á svæðið).

Þegar hún útskrifaðist úr svokölluðum ‘Hollywood miðskóla’ ákvað hún að bíða með háskólann, því hún vildi reyna fyrir sér sem leikkona fyrst. Þegar hætt var við að framleiða þætti sem hún átti að leika í, byrjaði hún að koma fram í kvikmyndum, mest í litlum hlutverkum og hún hélt einnig áfram að leika á sviði. Lék aukahlutverk í þáttunum, A Year In The Life og Equal Justice.

Á meðan á þessu öllu stóð átti hún í alvarlegu sambandi við Robert Downey, Jr. Þegar hún hætti með honum byrjaði hún með John Kennedy, Jr. en það stóð ekki lengi. Loks hitti hún mann drauma sinna, Matthew Broderick.

Árið 1991 fékk hún hlutverk Sandee í mynd Steve Martins, L.A. Story. Allt í einu fór fólk að taka eftir því að hún var ekki aðeins frábær leikkona heldur hafði hún orðið mjög aðlaðandi ung kona. Þar sem það hefur mikið gildi í Hollywood fékk hún nú loks stærri hlutverk, þar sem hún lék með stórum nöfnum eins og Bruce Willis og Bette Midler.

Hún hefur haldið áfram að leika á sviði, var tilnefnd til The Drama Desk Awards fyrir bestu leikkonuna. Hún kom fram í “How To Succeed In Business Without Really Trying” með Hr. Broderick og í söngleik sem var tilnefndur til Tony verðlaunanna, Once Upon A Mattress á Broadway.

19. maí 1997, giftist loks Sarah Jessica ástinni sinni, Matthew Broderick!

Sarah er dugleg í hjálparstofnununum (haha gott orð). Eftirlætishjálparstofnunin hennar er UNICEF.

Eins og líklegast allir vita leikur hún aðalhlutverkið í þáttaröðunum Sex And The City sem hafa unnið til verðlauna og hafa verið tilnefndir til miklu fleiri verðlauna…

——————————————–

Mér finnst við hæfi að nefna að homminn og söngvarinn Elton John og söngkonan Aretha Franklin eiga einnig afmæli í dag! Þau lengi lifi .. húrra!!

… Goodbye England’s rose, may you ever grow in our hearts…

Danke - Halla