Afmælisbarn dagsins
Kæru aðdáendur fjarrænna stjarna..:-S (ekki taka mig alvarlega ég er í rugluðu skapi)

Í dag á einn annar eikari afmæli. Hann heitir William George Zane, Jr. en er betur (kannski ekki mjög) þekktur sem Billy Zane.
Hann fæddist árið 1966 í Chicago, Illinois. Er 6'2" á hæð ef einhver hefur áhuga á að vita;) Hann lærði leiklist í The American School í Sviss.
Var giftur Lisu Collins en þau eru skilin.

Zane flutti til Hollywood eftir miðskóla (High School) til að reyna sig í leiklistinni. Aðeins þremur vikum seinna lék hann í myndinni, Back to the Future. Ekki mjög stórt hlutverk kannski en hlutverk þó. Eftir lítið hlutver í myndinni Critters lenti Zane í einu af aðalhlutverkinu í sjónvarpsmyndinni The Brotherhood of Justice (1986) með Kiefer Sutherland. Zane lék svo raðmorðingja í myndinni Two of a Kind: The Case of the Hillside Stranglers. Hann lék einnig í sex þáttum af Twin Peaks.

Leikarinn lék nýlega í myndinni Tales From the Crypt. Einnig lék hann nýlega með Mimi Rogers í Reflections on a Crime. Næst mun hann sjást í hryllinum Danger Zone sem var tekin upp í Suður Afríku. Í myndinni leikur hann í annað sinn með Robert Downey Jr. en þeir léku saman í rómantísku gamanmyndinni Only You.

Hann lék ‘Shalmerdine’ í myndinni Orlando, sem hlaut mikið lof gagnrýnenda.

Lék líka í myndinni The Phantom, þar lék hann The Phantom:)

Ég ætla nú ekki að fara að lýsa öllum myndunum sem hann lék í en það sem mér datt í hug þegar ég sá myndina af honum er Titanic. Þar lék hann ‘Cal’ þarna leiðinlega kærastann hennar ‘Rose’.

Myndir sem hann hefur leikið í - eða mun gera það.

???? Et Tu Babe
???? The BBC
???? Uptown (leikstjóri)
2001 Claim
2001 CQ
2001 Don Juan
2001 Landspeed
2001 The Believer
2001 Zoolander
2000 Promise Her Anything
2000 Vanished
1999 I Woke Up Early the Day I Died (einnig framleiðandi)
1998 Susan's Plan
1997 Titanic
1997 This World, Then the Fireworks (einnig framleiðandi)
1997 Head Above Water
1996 The Phantom
1995 Relections in the Dark
1995 Tales From the Crypt Presents Demon Knight
1994 Only You
1994 Flashfire
1994 Silence of the Hams
1993 Tombstone
1993 Poetic Justice
1993 Orlando
1993 Posse
1993 Sniper
1991 Femme Fatale
1991 Millions
1990 Memphis Belle
1990 Megaville
1989 Back to the Future Part II
1989 Dead Calm
1989 Babes Ahoy
1986 Critters
1985 Back to the Future

Þakka lesninguna,
Halla