Alan Rickman á afmæli í dag... Þessi enski gæðaleikari var fæddur á þessum degi árið 1946 sem gerir hann 56 ára í dag. Hann byrjaði feril sinn í Royal College of Arts þar sem honum langaði til að læra grafíska hönnun en fékk síðan styrk til þess að fara í Royal Academy of Dramatic Art og þar með hafði leiklistin betur.

Hann byrjaði feril sinn að alvöru með því að leika í leikritaforminu af Dangerous Liasons en fyrsta alvöru tækifærið hans í bíómyndum kom þegar hann fékk hlutverkið í Die Hard árið 1988 þar sem hann lék aðalóvin Bruce Willis, Hans Gruber. Þar með tókst honum að stimpla sig inn í Hollywood. Eftir það lék hann hlutverk í January Man með Kevin Kline og stal senunni sem furðulegi aðstoðarmaðurinn hans.

Eftir það fór lítið fyrir honum í kvikmyndaheiminum þangað til að hann lék í Robin Hood: Prince of Theives með Kevin Costner og Morgan Freeman þar sem hann lék the Sherriff of Nottingham. En á ný liðu nokkur ár þangað til að hann lék í vinsælli mynd en það var árið 1995 þegar hann lék í Sense and Sensiblilty leikstýrt af Ang Lee. Sú mynd var tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir besta handritið sem var skrifað eftir annarri sögu. Upp frá þessari mynd gekk allt í haginn hjá Alan Rickman.

Hann leikstýrði sinni fyrstu mynd árið 1997 sem var Winter Guest og lék í eftirminnilegum hlutverkum svo sem Eamon De Valera í Michael Collins, Metatron í Dogma og Dr. Lazarus í Galaxy Quest þar sem hann fór á kostum.

Hlutverkin sem hann tekur að sér eru mjög mismunandi en það virðist loða við hann að leika þunglynda, anti-social, miðaldra karla en það fer honum bara mjög vel.

Nýjustu mynd hans ættu allir að kannast við en hann leikur Professor Severus Snape í Harry Potter og eins og þið hafið kannski fattað er það einmitt í þeim flokki af karakterum sem ég nefndi hér áðan.

Á þessari stundu er hann að leika í leikriti sem nefnist Private Lives, sem er að gera það mjög gott í Englandi og það á að setja það upp á Broadway á þessu ári, og er að leika í Harry Potter: The Chamber of Secrets sem kemur úr seinna á þessu ári.

Alan Rickman er einn af uppáhaldsleikurunum mínum og ég hvet alla til að sjá að minnsta kosti Dogma, Harry Potter og Sense and Sensibility einungis til að sjá hann því að hann stelur senuni í hvert skipti sem honum bregður fyrir í þessum myndum.

RoMpE