Sumir eiga eftir að hlægja af þessu, en þetta er sannleikurinn.
Allt frá því að ég man eftir mér, hef ég læðst inní herbergi eldri systur minnar og stolið Britney Spears diskum.
Þetta var farið að pirra hana svo mikið að það endaði þannig að hún keypti diskana sem ég hlustaði mest á og gaf mér.
Síðastliðin s.c 3 ár hætti ég að hlusta á hana, hún gaf ekkert nýtt út og mér fannst ekkert gaman þegar ég var að lesa um hana í blöðunum, hún var búinn að raka af sér hárið og búinn að breytast mikið.
Þannig þegar ég hlustaði á hana syngja falleg lög, eins og t.d lagið ''Lucky ( 2004 )þá sá ég ekki lengur Britney sem ég fílaði. Britney sem að mig langaði að hafa sem fyrirmynd.
En svo loksins gaf hún út nýja plötu, eða s.s Blackout (2007)
Hún er búinn allavega búinn að gefa eitt lag út núna ( Womanizer ) Vonandi heldur hún áfram :)



Smá um Britney Spears
tekið úr wikipedia
Britney Spears eða Britney Jane Spears (fædd 2. desember 1981) er bandarísk söngkona. Hún syngur einkum popptónlist en hefur raunar einnig verið í hlutverki leikkonu, dansara, rithöfundar og söngvaskálds. Sem barn söng hún við ýmis tilefni og fór meðal annars á söngnámskeið og komst eftir þau að í þættinum The New Mickey Mouse Club á sjónvarpsstöðinni Disney Channel í Bandaríkjunum. Hún var í þeim þegar hún var 11-13 ára gömul. Nokkrum árum síðar gerði hún prufuupptöku sem komst í hendur stjórnanda hjá Jive Records plötufyrirtækinu og komst hún á samning þar. Árið 1998, þegar Spears var 17 ára, kom út fyrsta plata hennar, …Baby One More Time og titillag plötunnar sló í gegn víða um heim. Tveimur árum síðar kom næsta plata út Oops!… I Did It Again. Árið 2001 kom þriðja platan, Britney, út og tveimur árum síðar In the Zone, nýjasta platan hennar. Á milli þessara platna, árið 2002, lék Spears í sinni fyrstu kvikmynd, Crossroads. Árið 2005 kom út fimmta plata söngkonunnar Britney Spears: Greatest Hits sem innihélt öll vinsælustu lög söngkonunnar. Ímynd Spears hafði á þessum tíma þróast mjög, frá því að vera saklaus skólastelpa yfir í að hafa mjög kynferðislega ímynd. Undanfarið hefur hún dregið sig nokkuð í hlé enda margt gerst í hennar persónulega lífi. Hún hefur eignast tvo syni með fyrrverandi eiginmanni sínum Kevin Federline, Sean Preston (fæddur 2005) og Jayden James (fæddur 2006).

Sögur hafa verið á kreiki um það að skilnaður hennar og Kevins Federline hafi að miklu leyti stafað af því að Britney hafi haldið framhjá honum með fjölda kvenna á meðan þau voru gift, Spears vill ekkert tjá sig um það. Stuttu eftir að Kevin og Britney skildu lét Britney gera sig sköllótta og fékk sér húðflúr. Hún fór líka í meðferð og reyndi tvisvar að fremja sjálfsmorð.


Albúm:
…Baby One More Time 1999
B In The Mix: The Remixes 2005
Blackout 2007
Britney 2001
Greatest Hits: My Prerogative 2004
In The Zone 2003
Oops!… I Did It Again 2000


Mér persónulega finnst þegar að ég hlusta á öll gömlu lögin hennar og hlusta bara á textann, þeir eru alver rosalega flottir :)