Marilyn Monroe er án efa ein frægasta og fallegasta leikkona allra tíma. Þau 36 ár sem að hún lifði voru skrautleg og var æskan erfið.

Marilyn fæddist á fæðingardeild Los Angeles County Hospital þann 1. júní 1926 og hlaut nafnið Norma Jeane Mortensen. Hún sleppti þó oftast seinna e-inu í Jeane.
Tveir menn komu til greina um að vera faðir Normu, Martin Edward Mortensen frá Noregi og Charles Stanley Gifford sem vann með móður Normu, Gladys Pearl Monroe Baker klippari, í myndveri. Ekki er víst hvor var faðirin en fólk heldur frekar að sá norski sé faðirinn.
Gladys gat ekki séð um Normu litlu og reyndi að sannfæra móður sína um að taka hana að sér en hún neitaði alfarið. Hún fór með Normu til Wayne og Idu Bolender frá Hawthorne. Alla barnæsku sína bjó Norma hjá hjónunum og trúði því að þau væru foreldrar hennar þar til að (eins og sagt er í ævisögu Marilyn) Ida sagði nokkuð kvikindislega að hún væri það ekki. Ida og Wayne sögðu stuttu eftir lát Normu að þau hafi hugsað um að ættleiða hana.
Móðir Normu á að hafa heimsótt Normu hvern einasta sunnudag ef marka má ævisögu hennar. Norma sagði að móðir sín hafi aldrei sín hefði aldrei sínt neitt merki um væntumþykkju og sá hún aldrei bros á andliti hennar. Einn sunnudaginn tilkynnti Gladys Normu að hún hefði keypt hús fyrir hana og sig til að búa í. Nokkrum mánuðum eftir að hafa byrjað búa saman var Gladys flutt óviljug á geðsjúkrahús.
Á meðan að Gladys dvaldi á spítala bjó Norma Jean á fósturheimilium og bjó á nokkrum ólíkum fósturheimilum og sagt er að hún hafi verið misnotuð. Engar sannanir sýna þó að Norma hafi búið við slíkar aðstæður.
Þegar Norma var fimmtán ára flutti hún til Grace McKee,vinkonu móður sinnar. Er hún dvaldi hjá McKee kynntist hún syni nágranna síns James Dougherty, fyrsta eiginmanns síns.
Þegar að McKee var gift og að stofna fjölskyldu flutti hún á austurströnd Bandaríkjanna. Norma sem þá var sextán ára átti þá að giftast Dougherty sem var fimm árum eldri en hún. Hjónabandið entist ekki lengur en fjögur ár.
Frægð
Á meðan James Dougherty barðist í Seinni Heimstyrjöldinni bjó Norma með tengdamóður sinni og vann fyrir sér í verksmiðju. Á svipuðum tíma tók ljósmyndarinn David Conober mynd af henni fyrir YANK blaðið. YANK var bandarískt blað fyrir hermenn gefið út vikulega í seinni heimstyrjöldinni. Hann sagði henni að sækja um hjá The Blue Book modeling agency og skrifaði hún undir samning þar.
Ákveðin í að verða fræg, fór hún að taka söng- og leiklistartíma, lét klippa hárið sitt stutt, slétti það og litaði ljóst. Ekki leið á lögu þangað til að Norma Jeane Dougherty var vinsælasta fyrirsætan hjá Blue Book og myndir af henni fylltu forsíður blaða.
Norma áritaði svo hálfs árs samning við 20th Century Fox með hjálp Ben Lyon, háttsettum manni hjá fyrirtækinu, árið 1946. Hún var á byrjenda launum, með 75 bandaríkjadollara á viku.
Á meðan hún var að læra um búninga og förðun hjá Fox var hún að ganga frá skilnaði hennar við eiginmann sinn eftir fjögurra ára hjónaband. Auglýsingadeild Fox bjó oft til sögur til að auglýsa nýja og unga leikara. Sagan sem samin var fyrir Marilyn var að hún hefði verið barnfóstra yfirmanni hjá Fox þegar að hún hefði verið uppgötvuð.
Það var samþykt að breyta sviðsnafni Normu. Lyon sagði að hún mynti hann á leikkonuna Marilyn Miller svo að Norma tók eftirnafn móður sinnar Monroe.
Árið 1947 kom Marilyn fram í fáeinum atriðum í myndunum Scudda Hoo! Scudda Hey! og Dangerous Years. Flest atriði hennar voru klippt út og náði hvorug myndanna nokkrum vinsældum .
Þegar að samningur hennar við kvikmyndafyrirtæki var ekki endurnýjaðar sneri hún sér aftur að fyrirsætustörfum en leitaði að störfum sem leikkona.
Ári seinna fékk hún sex mánaða samning við Columbia Pictures. Þar hitti hún Natöshu Lytess sem var leiklistarkennarinn á svæðinu og kenndi henni í nokkur ár eftir að hún hætti hjá Columbia.
Hún lék aðalhlutverkið í myndinni Ladies of the Chorus, en varð myndin ekki vinsæl og var samningur hennar hjá Columbia ekki endurnýjaður.
Hún var atvinnulaus enn á ný þar til að annar Marx bræðra fól henni lítið hlutverk í mynd þeirra Love Happy. Framleiðendunum leist svo vel á hana að þeir sendu hana með Marx bræðrum til New York í kynningarferð myndarinnar.
Jafnvel þótt hún væri nýbúin að ljúka Love Happy var hin unga og efnilega Marilyn sjaldan með fulla vasa af seðlum. Á milli kvikmynda vann hún fyrir sér sem fyrirsæta. Marilyn kynntist hjónunum Tom og Natalie Kelley í maí 1949. Tom var ljósmyndari og tók fáeinar myndir af henni. Fáeinum vikum seinna birtist ein myndanna á auglýsingaskilti fyrir Pabst-bjór.
Dagatals útgefandi í Chicago sá skiltið og hafði samband við Kelley. Hann vildi gera dagatal með ljósmyndum af Marilyn naktri. Kelley hafði samband við Marilyn og sömdu þau um að gera dagatalið sem myndi verða að miklu hneyksli þremur árum seinna þegar að henni var byrjað að ganga vel.
Í lok árs 1949 kynntist Marilyn einum valdamesta umboðsmanni í Hollywood, Johnny Hyde. Hyde var giftur og þrjátíu árum eldri en hún en samt heltekinn af henni. Hann lofaði að gera hana að stjörnu og kynnti hana fyrir valdamesta fókinu í Hollywood, hvatti hana til að fara í lýtaraðgerð og stakk jafnvel uppá hjónabandi en hún hafnaði honum.
Árið 1950 lék hún hlutverk í tveimur vinsælum myndum með virtum leikstjórum. The Asphalt Jungle var önnur þeirra og fékk hún fjórar tilnefningar til Óskarsverðlauna og All About Eve með Bette Davis var hin. Þó þetta væru aukahlutverk öðlaðist hún meiri frægð og tveimur árum seinna fékk hún aðalhlutverk í spennumynd.
Í lok sama árs uppfyllti Hyde ósk Marilyn þegar að han reddaði henni sjö ára samning við Fox. Aðeins viku síðar lést Hyde.
1949-1952 voru stór og mikilvæg ár á ferli Marilyn. Hún fékk aðalhlutverkið í spennumyndinni Don’t Bother To Knock. Blöðin voru byrju að skrifa um hana og 1951 fékk hún sína fyrstu löngu og góðu umfjöllun í blaðinu Colliers. Í kjölfarið komu forsíðu umfjallanir.
Þegar að verið var að gera Don’t Bother To Knock komst nektardagatalið í fjölmiðla sem voru orðnir sólgnir í sögur af Marilyn Monroe. Framleiðsla myndarinnar stöðvaðist um stund.
Í júní 1952 var henni tilkynnt að hún myndi leika eitt af aðalhlutverkunum í myndinni Gentleman Prefer Blondes þar sem að hún söng hið fræga lag “Diamonds are a girls best friend”.
Sama ár lék hún ritara í Monkey Business með Cary Grant. Grant sagði í viðtali eitt inn að hún hefði verið feimin og vandræðaleg því að starfsmenn blístruðu þegar að hún gekk framhjá.
Þegar að Monkey Business var frumsýnd í New Jersey var Marilyn gerð að fyrsta kvenkyns heiðurlögreglustjóra í Ungfrú Ameríka skrúðgöngunni þar.
Marilyn var byrjuð að vera með stærstu hafnaboltastjörnu þess tíma, Joe DiMaggio. Á sama tíma lék hún í drama myndinni Niagara og fékk lof gagnrýnenda. Kærastinn á að hafa verið óánægður með hlutverkið sem var kona sem reyndi að myrða eiginmann sinn.
Þann 14. janúar árið 1954 giftust Joe og Marilyn í San Francisco. Í febrúar fóru þau í brúðkaupsferð til Tókýó. 16. febrúar hóf Marilyn tónleika ferðalag sitt í Kóreu þar sem hún skemmti bandarískum hermönnum. Eiginmanni hennar fannst auðvitað afar óægilegt að þúsundir karla gláptu á brúði sína og skildu þau 9 mánuðum eftir brúðkaupið.
Mánuðinn fyrir brúðkaupið hafði Marilyn neitað að mæta til vinnu þegar að hún átti að leika á móti Frank Sinatra í Girl in Pink Tights þegar að hún komst að því að hann var á 3.500 dollara hærri launum en hún. Í byrjun janúar var hún svo rekin af Fox.
Í febrúar 1955 hóf hún leiklistarnám hjá Lee Strasberg í Actors’ Studio eftir að hafa verið rekin í þriðja skiptið frá Fox.
Í ágúst 1956 missti Marilyn fóstur í fyrsta skiptið. Næstu tvö ár missti hún tvö önnur fóstur á milli bíómynda.
Marilyn var orðin heimsþekkt á þessum tíma og hafði sungið afmælissöngin fyrir forsetann, sem margir trúa að hún hafi átt í leynilegu sambandi við, leikið fjölda hlutverka og unnið Golden Globe fyrir leik hennar í Some Like It Hot.
Um mitt ár 1962 var Monroe í uppnámi eftir að hafa enn og aftur rekin af Fox og úr kvikmynd. Og Forsetinn forðaðist hana af einhverjum ástæðum. Hvern einasta dag drakk hún of mikið af áfengi og tók eiturlyf sem að læknir hennar reddaði henni. Hún fór til sálfræðings sem reyndi að hjálpa henni og réði til hennar ráðs-og hjúkrunarkonu.
Hún og Joe DiMaggio voru byrjuð að hittast aftur og eyddi jólunum árið áður saman. Andlegt og líkamlegt ástand fór versnandi og var hún lög inná spítala 20. júlí. Samkvæmt talsmanni umboðsskrifstofu hennar fór hún þar í fóstureyðingu en það hefur aldrei verið sannað.
Laugadagsnótt 4. ágúst 1962, gisti ráðskonan yfir nóttina hjá Marilyn en það gerði hún afar sjaldan. Morguninn kom hún svo að líki Marilyn í læstu herbergi hennar. Hún hringdi í lækninn sem hafði nýlega gefið henni stórann skammt af varasömum töflum. Marilyn hafði innbyrt tugi af töflum og var úrskurðuð látin. Þegar lögregla kom fann hún fullt af Frank Sinatra plötum á grammófón hennar. Marilyn var sent til Westwood Village Memorial Park líkhúsið þar sem starfsfólk hennar snyrti hana eins og það gerði meðan að hún var á lífi.