Jennifer Lopez Jæja ég er á einhverju Latin flippi svo hér kemur smá grein um aðra Latin stjörnu, Jennifer Lopez, eða JLO

Fullt nafn: Jennifer Lopez
fæðingardagur og ár: 24. júlí 1970
Fæðingarstaður: Bronx, N.Y., USA
Eiginmaður: Chris Judd
Fyrrverandi eiginmaður: Ojani Noa
aðdáendaklúbbur:
C/O United Talent Agency
9560 Wilshire Blvd. Suite 500
Beverly Hills, CA 90212
USA

Jeremy Falcone

Þrátt fyrir Puerto Rico bakgrunninn sinn þá er Jennifer fædd í Bronx. Hún bjó á stað sem kallaður er “Castle Hill,” eða kastala hæðin, og þar sem hún bjó í Bronx, þurfti hún að taka 6 lestir til að komast á Manhattan í vinnu, þar er komið nafnið á fyrstu plötunni hennar “On the Six.” Foreldrar hennar eru David Lopez, tölvu sérfræðingur hjá Guardian Insurance, og mamma hennar er kennari í N.Y. Báðir foreldrar hennar eru frá Puerto Rico, en ólu Jennifer í Bandaríkjunum.
Jennifer á tvær systur, Mariu og Lindu.

Meðan Jennifer ólst upp fór líkami hennar að taka á sig þá lögun sem hann er núna og er heimsþekktur (er það ágætis orð?!). Hún var þekkt sem “La Guitarra” eða gítarinn, vegna líkamslögun sinnar.

Jennifer flutti til Manhattan til að vinna að danshæfileikum sínum. Það ætti einhvern tíman eftir að borga sig. Fljótlega hlaut Jennifer starf sem dansari í þáttunum “In Living Color” (í lifandi litum). Auk þess vann hún með Janet Jackson, var með henni í myndbandinu við “That's the way love goes” og hún auk þess “túraði” með henni. Hún lék í nokkrum myndum um árið 1995 svo sem “Money Train,” “Jack,” og “Mi Familia,” en engin af þessum myndum kom henni virkilega á kortið.

Stóra tækifærið hennar kom árið 1997, þegar hún gerðist hæst launaðasta latin stjarna allra tíma þegar hún fékk 1 milljón dollara fyrir “Selena”.
myndir eftir það voru “Andaconda,” “U-turn,” “Out of Sight,” “The Cell,” “The Wedding Planner,” og “Angel Eyes”.

En árið 1999 tók ferill hennar nýja stefnu. “On the Six” kom út og allt ætlaði um koll að keyra (ef þetta er ekki til þá var ég að búa til orðatiltæki… ;)). Diskurinn prýddi topp tíu listann á mörgum stöðum og hann hlaut meira að segja Grammy tilnefningu. Auðvitað náði kjóllinn hennar á þeirri hátíð, sem var í rauninni varla meira en mygluð borðtuska, meiri athygli en platan, og enn og aftur varð líkami Jennifer til vandræða.

þetta var tekið úr grein eftir Jeremy Falcone, og þýtt.

Vona að þið hafið haft gaman af þessu… :)