Settu þig í spor einhvers sem er ótrúlega frægur. Dagurinn þinn væri einhvern veginn svona:

Þú vaknar, lítur í kringum þig, ert himinlifandi yfir því að það er ekkert óvelkomið í herberginu. Samkvæmt klukkunni áttu ekki að vera á fótum. Þig langar í kaffi og ferð fram í eldhús. Manneskjan sem þú réðst til að sjá um það heimilishald sem þú kærir þig ekki um er hvergi sjáanleg, þú hugleiðir það ekkert frekar enda ertu vakandi á ókristilegum tíma.

Þegar þú drekkur kaffið þitt hugsarðu um hversu mikil áhrif það gæti haft ef einhver setti það í slúðurblöð. Annað fólk tæki þessa tegund fram yfir þá sem það hefur drukkið í langan tíma. Þú horfir út um gluggann, útsýnið er ágætt og þú fékkst húsið á ágætu verði ( ekki það að verð skipti máli því að þú átt skít nóg af peningum ) en þegar þú flytur mun verðið hækka talsvert einungis vegna þess að þú bjóst þarna.

Þú vilt ekki keyra, hringir í ökumanninn þinn og ert kominn upp í bílinn þinn innan tíu mínútna. Þetta er gott líf, hugsarðu með þér.

Þú mætir í vinnuna og fólk var farið að bíða eftir þér. En þú vaknaðir á undan vekjaraklukkunni og skilur ekki hvers vegna allir horfa svona reiðilega á þig. Það kemur í ljós að allir höfðu verið beðnir um að koma aðeins fyrr en það hafði ekki náðst í þig, erfitt vegna þess að þú ert með leyninúmer og þurftir að breyta því um daginn því einhver sem þú þekktir ekki til hringdi heim til þín og það skal ekki endurtekið.
Svona mörg reiðileg augu gætu komið hverjum sem er ekki vanur slíku algerlega úr jafnvægi, en ekki þér.

Þegar þinni vinnu er lokið ætlar þú aldeilis að verðlauna þig fyrir erfiðisverk, sem þú gerir þér grein fyrir að minnihluta heimsins telur vera erfiðisverk og ölluheldur oflaunað. Þig langar að fara í nudd og fá þér aðeins í glas.

Búið er að koma þér á nuddstofu, sem einhver samstarfsmaður mælti með við þig áðan, þú þarft ekki að bíða eftir afgreiðslu.
Þegar þú sest á nuddbekkinn kemur inn stelpa og fer eitthvað að hvíslast á við þá sem er að fara að nudda mig, þú kannt ekki að meta þessa truflun.
Þegar hún loksins fer stuttu seinna hefjast nokkrar trufllausar mínútur þar sem verið er að stjana við þig og þú getur gleymt þér í smá stund.
Þangað til að stelpan kemur aftur, þú lítur við og hún er með litla vesæla einnota myndavél. Þú ert klæðalaus á bekk með eitt lítið handklæði yfir rassinum. Án efa með réttri myndavél og góðri lýsingu væri hægt að láta þig líta guðdómlega út en þessi hryllilega einnota myndavél lætur alla líta út fyrir að vera nýkomna úr fangelsi!

Hvað gerir þú í málinu?
1. Þú getur reiðst og látið hana finna fyrir hversu illa hún hefur brotið á einstaklingsrétti þínum
2. Þú getur reynt að grúfa höfuðið til þess að þekkjast ekki á myndinni
3. Þú getur brosað fallega, vitandi það að stelpan mun fá meira fyrir þessa einu mynd en allt hennar starf á þessari nuddstofu, en þú munt ekki fá neitt fyrir vikið nema meira umtal, gott og slæmt.
4. Farið, klætt þig í flýti í fötin þín og farið.
Auðvitað er fleira sem kemur til greina, en þú veist að hvað sem þú gerir geturðu ekki komið í veg fyrir að ímynd þín verður tekin fyrir af fjölmiðlum.

Eftir þessa uppákomu, sama hvernig þú tókst á henni, eykst þörfin fyrir kyrrláta stund sem þú fékkst ekki í nuddinu.
Þú ferð ekki á skemmtistað því það myndi skaða ímyndina, einhver myndi reyna of mikið við þig, þú gætir hugsanlega lent í áflogum ef þú neitaðir að gera eiginhandaráritun og svo framveigis.
Þú gætir farið á óþekktan hverfisbar, en það myndi skaða ímyndina enn frekar vegna þess að þú yrðir láta líta út sem alkóhólisti ef það kæmist upp.
Nei, það eru ekki margir staðir sem standa þér til boða.
Þú ákveður að fara heim og sjá hvað stendur til boða ef þú hringir í einhverja vini þína.

Ímyndaðu þér hvað frægt fólk þarf að hugsa hlutlaust um eigið líf, það þarf stöðugt ritskoða sig sjálft og hegða sér óeðlilega vegna þess að annars gæti það átt erfitt með að fá atvinnu. Ef einhver verður sjúklega óvinsæll vill enginn ráða viðkomandi.
En það sem ég vil vita er hvort að þið settuð ykkur sjálf í spor þess sem ég tók dæmið um eða hvort að þið hafði ímyndað ykkur einhvern sem er til í raun og veru, ef svo var hvort var það karl eða kona?
Have a nice day