Þetta er grein þýdd og endurskrifuð frá wikipediu.

Orlando Jonathan Blanchard Bloom (fæddur 13. janúar 1977) er breskur leikari. Fyrsta frægðarhlutverk hans var í byrjun ársins 2000 sem álfaprinsinn Legolas í The Lord of the Rings, og járnsmiðurinn William/Will Turner í Pirates of the Caribbean, þríleiknum, og því næst kom hann sér á kortið sem stórleikara í Hollywood myndum, t.d. Troy, Elizabethtown og Kingdom of Heaven. Bloom sást síðast í framhaldsmyndunum Pirates of the Caribbean: Dead Man´s Chest, og Pirates of the Caribbean: At World’s End. Bloom hefur nýlega byrjað æfingar fyrir West End frumraun í In Celebration hjá Duke of York’s leikhúsinu, St. Martins Lane, sem verður sýnd frá 5. júlí 2007.
Bloom var fæddur í Canterbury, Kent, Bretlandi. Móðir hans, Sonia Constance Josephine Copeland, var fædd í Calcutta, Indlandi, dóttir Bettyar Constance Josephine Copeland og Francis John Copeland, sálfræðingi og skurðlækni. Fjölskylda ömmu Blooms hafði lifað í Tasmaníu, Austurríki og Indlandi, og var af enskum uppruna, sumir af þeim höfðu upprunalega komið frá Kent. Bloom hélt í gegnum æskuna að faðir hans væri skáldsagnahöfundurinn Harry Soul Bloom, en þegar hann var þrettán ára (níu árum eftir dauða Harrys), sagði móðir Blooms honum það að líffræðilega séð væri faðir hans reyndar Colin Stone, félagi móður hans og fjölskylduvinur, og skólastjóri Concorde International tungumálaskólans. Stone var gerður að löglegum fjárhaldsmanni Orlando Blooms eftir dauða Harry Blooms. Bloom, sem er nefndur eftir 17. aldar tónskáldinu Orlando Gibbons, á eina systur, Samönthu Bloom, sem var fædd árið 1975.
Bloom var hvorki mikill námsmaður né íþróttasinnaður sem barn, og tókst að komast gegnum St Edmund´s School í Canterbury vegna lesblindu sinnar. Hann var hvattur af móður sinni til að taka myndlistar- og leiklistartíma. Hann flutti til London árið 1993 og sameinaðist National Youth Theatre, eyddi tveimur árstíðum þar og fékk námsstyrk til æfingar hjá British American Drama Academy. Bloom byrjaði að leika sjónvarpshlutverk í þáttunum Casualty og Midsomer Murders, og því næst lék hann í sinni fyrstu kvikmynd Wilde (1997), gegn Stephen Fry, áður en hann fékk skólavist í Guildhall School of Music and Drama í London, þar sem hann lærði leiklist, skúlptúr og ljósmyndun. Hann féll niður þrjár hæðir árið 1998 þegar hann reyndi að ná í þakskeggið á veröndinni heima hjá vini sínum og var sagt að hann myndi aldrei aftur geta gengið. Hvað um það, hann fékk bata og gat gengið út af sjúkrahúsinu á hækjum eftir tólf daga. Bloom hafði stálplötur í bakbeininu til að styðja við það, sem hafa síðan verið teknar, fyrir utan eina plötu. Hann æfir reglulega jóga og Pilates til að styrkja bakið.
Það fyrsta sem sást til Blooms á hvíta tjaldinu var lítið hlutverk sem leigustrákur í myndinni Wilde. Tveimur dögum eftir útskriftina frá Guidhall, 1999, var hann ráðinn í sitt fyrsta stóra hlutverk, Legolas í The Lord of the Rings (2001-2003). Hann reyndi upprunalega að komast inn í hlutverk Faramírs, sem kemur ekki fram fyrr en í annarri myndinni, en leikstjórinn, Peter Jackson, réð hann í staðinn sem Legolas. Í töku á einu atriðinu braut hann rifbein eftir að hafa dottið af hestbaki, en að lokum náði hann fullum bata og hélt áfram tökum á atriðinu. Eftir þríleikinn breyttist Bloom frá óþekktum leikara í einn af heimsins best þekktu leikurum. Hann var valinn árið 2002 sem einn af Teen People “25 Hottest Stars Under 25“ og var nefndur People’s heitasti piparsveinn Hollywood í lista tímaritsins árið 2004. Allir leikendur í The Lord of the Rings –myndunum voru tilnefndir sem Best Ensemble Acting að Screen Actors Guild Awards þrjú ár í röð, og loksins fengu þau sigur árið 2003 fyrir þriðju myndina, The Return of the King. Bloom hefur einnig unnið önnur verðlaun, m.a. European Film Awards, Hollywood Festival Award, Empire Awards og Teen Choice Awards, og hefur verið tilnefndur til margra annarra.
Næsta stjörnuhlutverk Blooms var á móti Keiru Knigthley og Johnny Depp í Pirates of the Caribbean: The Curse of the Black Pearl, sem varð að frábærum smelli sumarið 2003. Hann lék aðalhlutverkið í Kingdom of Heaven og Elizabethtown (báðar árið 2005). Stjörnuhlutverk Blooms árið 2006 var í framhaldinu Pirates of the Caribbean: Dead Man’s Chest, lék óvænt í myndinni Haven, og var einn af gestastjörnunum í þáttunum Extras, þar sem hann lék hrokafulla nasista-útgáfu af honum sjálfum sem hafði óbeit á Johnny Depp (samleikara hans í Pirates of the Caribbean). Í maí 2007 höfðu myndir Blooms safnað saman 2,4 billjónum í United States miðasölunni, og hann hefur birst í fjórum af hinum 15 tekjuhæstu myndum sögunnar.
Nýjasta kvikmyndahlutverk Blooms er í Pirates of the Caribbean: At World’s End, sem var gefin út 25. maí 2007. Bloom, sem hafði ætlað sér að verða leikari í leikhúsi eftir að útskrifast frá Guildhall School of Music and Drama, hefur skýrt frá því að honum langaði að fara úr kvikmyndum um tíma og í staðinn birtast í leikhúshlutverkum. Bloom er þegar farinn að birtast í London í endurnýjun af Celebration, leikriti sem David Storey skrifaði. Hans hlutverk er sem einn af þremur bræðrum að snúa heim fyrir 40 ára brúðkaupsafmæli foreldra þeirra.
Bloom hefur sagt það að hann reyni “ekki að útloka (hann sjálfan) frá raunverulegu lífi eins og hann getur”. Hann er Manchester United aðdáandi og býr í London. Við tökur í Marokkó fyrir Kingdom of Heaven bjargaði hann og ættleiddi hund, Sidi (sem er svartur Saluki-blendingur með hvítu marki á bringunni). Bloom leggur stund á búddisma; árið 2004 varð hann fullur meðlimur í Soka Gakkai International, búddískum samtökum sem eru tengd með kennslu á Nichiren. Bloom hefur einnig verið partur af Global Green, umhverfisvænu félagi, síðan í byrjun ársins 2000. Sem hluti af hans umhverfisvæðingu hefur hann virkt heimili sitt í London með sólarorku, sameiginlegum, endurvinnanlegum efnum, og hagnýtum orkudrifnum ljósaperum. Bloom hefur verið fenginn af UNICEF til að vinna sem alþjóðlegur sendiherra.
Bloom hitti amerísku leikkoonuna Kate Bosworth utan við kaffihús árið 2002, þar sem hann var hvattur til að hitta hana af sameiginlegum vini, stuttu eftir að hann hitti hana aftur við frumsýninguna á The Lord of the Rings: The Two Towers seinna það ár. Þau tvö áttu í af og á sambandi frá 2002 þangað til þau hættu saman í september 2006. Bloom hefur einnig verið náinn módelinu Miröndu Kerr og leikkonunum Umu Thurman, Kristen Dunst, Siennu Miller, Jessicu Biel og Penélope Cruz. Bloom er nú á stefnumótum með Pirates of the Caribbean samstjörnunni Naomi Harris.
Bloom hefur tattú af álfaorðinu yfir “níu” á hægri ristinni, tilvitnun til hlutverks hans í Lord of the Rings og sem sönnun fyrir því að hans persóna hafi verið ein af hinum níu meðlimum Föruneytis Hringsins. Hinir leikararnir í “Föruneytinu” (Sean Astin, Sean Bean, Billy Boyd, Ian McKellen, Dominic Monaghan, Viggo Mortensen, og Elijah Wood) eru með sama tattúið fyrir utan John Rhys-Davies sem sendi meðleikara sinn til að fá tattúið.
Bloom hafa hent þó nokkur slys: hann braut vinstri hendina og brákaði höfuðkúpuna þegar hann féll niður úr tré, braut nefið í amerískum fótbolta (kallað rugby), braut hægri fótinn á skíðum í Sviss, braut vinstri fótinn í mótorhjólaslysi og braut hægri ristina á bretti.
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.