Eleanora Fagan, seinna Lady Day og Billie Holiday, fæddist 7.apríl árið 1915. Nafnið Billie tók hún frá Billie Dove, uppáhálds leikkonu sinni, og Holiday eftir líkleum föður hennar.
Billie átti erfiða æsku sem hafði mikil áhrif á lífið hennar og feril. Móðir hennar var aðeins 13 ára þegar hún átti hana og þær bjuggu í fátækrahverfi í Baltimore ásamt föðurnum. Foreldrarnir giftu sig árið 1918 en skildu stuttu síðar, og var Billie alin upp af móður sinni og öðrum ættingjum. Henni var nauðgað af nágranna sínum þegar hún var 11 ára gömul, og tók þá að skrópa í skóla. Þá var hún send í kaþólskan siða-skóla, The House of the Good Shepherd, en með hjálp fjölskylduvinar var hún leyst út tvemur árum síðar. Árið 1928 fluttu mæðgurnar til New York og stuttu eftir það fór Billie að vinna sem vændiskona í nýju vændishúsi. Á endanum var henni stungið inn í stuttan tíma.
Það var í Harlem þar sem hún byrjaði að syngja og vinna í mismunandi næturklúbbum fyrir þjórfé. Hún söng Body and Soul í nálægum klúbb, og áhorfendurnir táruðust. John Hammond er sagður hafað uppgötvað hana á klúbbnum Monette's árið 1933.
Hammond var umboðsmaður swing-listamannsins Benny Goodmans, og reddaði Billie í hljómsveit með Benny Goodman og Teddy Wilson. Fyrstu lögin í samstarfi þeirra, What A Little Moonlight Can Do og Miss Brown To You, hjálpaði henni að verða mikil söngkona.
Árið 1936 byrjaði hún að gera plötu undir sínu eigin nafni, með óvenjulegum lögum sem sett voru saman af bestu tónlistarmönnum Sving Era. Með þeim mörgu tónlistarmönnum sem spiluðu undir hjá henni var saxafónleikarinn Lester Young, sem hafði verið á “heimavist” hjá móður hennar árið 1934. Hann kallaði hana Lady Day og hún kallaði hann Prez á móti. Hún var líka að starfa stundum með stórsöngvurunum Count Basie og Artie Shaw. Einnig sungu þau Louis Armstrong oft saman. Billie var með fyrstu þeldökku konunum til að vinna með hvítra manna hljómsveit.
Einkalífið hennar var ofsafengið eins og lögin hennar. Hún byrjaði að nota sterk eiturlyf 1940. Giftist Jimmy Monroe 25.ágúst 1941, en hélt framhjá með trompetleikaranum og dílernum sínum Joe Guy. Þau skildu loksins árið 1947, og Billie sagði líka skilið við Guy. Sama ár var hún fangelsuð fyrir dóp ákærur og sat inni í 8 mánuði í Alderson Federal Correctional Institution for Women í Vestur Virginíu.
Kabarettinn hennar í New York var seinna afturkallaður, sem hélt henni frá vinnu í klúbbum. Hún fékk einu sinni leyfi frá John Levy til að leika í Ebony Club árið 1948.
Um 1950 varð dóp notkun Billie, drykkja og sambönd með ofbeldisfullum mönnum til hnignandi heilsu. Röddin hennar skaddaðist og var ekki jafn lifandi og áður. Samt sem áður sýndist hún standa sem dæmi af baráttu listamanni, og miðlaði ákveðinni sætbeisku virðingu.
28.mars árið 1952 giftist Billie Louis McKay. Eins og flestir menn í lífi hennar, var McKay ofbeldisfullur en reyndi þó að fá hana úr dópinu. Hún var líka í sambandi við Orson Welles.
Frá árunum 1952 til 1959 gaf Billie frá sér yfir 100 nýjar upptökur. Árið 1954 tróð hún upp í Carnegie Hall, sem var stór áfangi fyrir alla listamenn en sérstaklega fyrir þeldökkan listamann frá einangraða tímabilinu í sögu Ameríku.
En 31.maí árið 1959 var Billie lögð inn á Metropolitan Hospital í New York þar sem hún þjáðist af lifra og hjartasjúkdómi. Hún dó rúmum 2 vikum síðar, 17.júlí úr skorpulifur. Hún var aðeins 44 ára.

Heimildir; wikipedia.org