Grace Kelly Grace Patricia Kelly fæddist 12 nóvember, Fíladelfíu árið 1928. Foreldrar hennar voru velauðugir og hún átti góða æsku. Hún þráði heitt að vera leikkona og þegar hún útskrifaðist úr skóla fór hún til New York til að athuga hvort heppnin væri með henni. Grace vann sem módel og þreytti frumraun sína á Broadway árið 1949 og lék í nokkrum sjónvarpsþáttum. Hún fór líka í nám, gekk í hinn virta skóla The American Academy of Dramatic Arts og útskrifaðist þaðan. En vinnan í New York var ekki mikil, þannig hún flutti til Kaliforníu.
Þar fékk hún tækifæri til að leika í kvikmynd sem var mjög virt á þeim tíma. Árið 1951 lék hún í sinni fyrstu mynd, Fourteen Hours. Það var lítið hlutverk, en engu að síður ágæt byrjun. Á næstu tveim árum lék hún aðeins í tveim myndum (sem voru reyndar mjög vinsælar), vestranum High Noon og Mogambo. Hún lék frekar stórt hlutverk í báðum og reyndist Mogambo vera ein af bestu myndum sem MGM gaf út. Þó að hún var áberandi í báðum myndum gerði Alfred Hitchcock hana að stjörnu þar sem hún lék í tveimur myndum eftir hann á sama ári. Þetta ár var Grace mjög upptekin, lék í 5 myndum og fékk Óskarsverðlaun fyrir bestu leikkonuna í myndinni The Country Girl. Árið 1956, eða ári síðar, lék Grace í söngvamyndinni High Society.
Eftir þá mynd hætti hún að leika því hún giftist prinsinum af Mónakó, Rainer III sem krafðist þess að hún myndi gefa leiklistina upp á bátinn. Þegar hún fór var henni boðið mörg hlutverk, og nokkrum árum eftir að hún giftist Rainer vildi Alfred Hitchcock fá hana í kvikmynd en hún neyddist til að neita tilboðinu því íbúar Mónakó vildu ekki að hún léki ræningja og ástkonu Sean Connerys. Grace og Rainer giftust 19.apríl árið 1956 og eignuðust þrjú börn; Caroline, Albert (sem er núverandi prins Mónakó) og Stephanie. Hún var trúlofuð Oleg Cassini en hætti við trúlofunina til að giftast Rainer.
Margir sögðu hjónaband Rainers og Grace vera vansælt en Rainer var mjög stjórnsamur. Til dæmis bannaði hann kvikmyndir hennar í Mónakó og var strangur um leiklistarferil hennar. En Grace gerði góða hluti sem prinsessa Mónakó, meðal annars hjálpaði hún Ungverskum flóttamönnum sem voru að flýja Rússneska innrás. Fyrir það gaf Austurríska ríkisstjórnin henni orðu í gegnum Rauða Krossinn.
Grace dó í september árið 1982 aðeins 53 ára gömul, en hún fékk hjartaáfall undir stýri og dó næsta dag án þess að fá meðvitund. Rainer dó árið 2005 og var grafinn við hlið hennar.
Grace Kelly hefur margsinnis verið valin sem ein fallegasta leikkona og ein besta leikkona í heimi, og er því ein af skærustu stjörnum sem uppi hafa verið.

Heimildir; Wikipedia og IMDB.