Hilary Duff Hilary Duff er ein af mínum uppáhaldsleikkonum. Hún heitir fullu nafni Hilary Ann Lisa Duff. Hún á afmæli 28. september og er fædd árið 1987. Hún á systur sem heitir Haylie Duff og leikur t.d. með Hilary í myndinni MetarialGirls. Alvöru hárlitur hennar er brúnn, en hún er með ljóst hár núna.
Hilary Duff fæddist í Houston í Texas og er bandarísk. Mamma hennar og systir hennar hvöttu hana til að fara í leiklist og það gerði hún. Hilary er mjög vinsæl á Disneystöðinni, hún leikur í þáttunum Lizzie McGuire. Alltaf hefur systir hennar Haylie Duff verið fyrirmynd hennar. Hilary lék árið 2003 í myndinni Cheaper by the Dozen þar sem hún lék eitt af 12 börnum í myndinni. Hinn eini sanni Steve Martin lék í aðalhlutverki. Raise your voice, Cheaper by the Dozen 2, , Agent Cody Banks og The Lizzie McGuire movie. Fyrsta kvikmynd sem Hilary lék í var True Woman, Angelina Jolie fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni. Hilary var aðeins 10 ára gömul, sem sagt mjög ung. Hilary leikur mikið í aukahlutverkum í sjónvarpsþáttum eins og George Lopez og Fraiser.
Áhugamálin hennar eru sund, íþróttir og búðir. Uppáhaldsmaturinn hennar er Sushi og nammi, hún hlustar á popp og hipp hopp. Hilary er með trampólín í garðinum hjá sér.
Í myndinni The Perfect man þá lék hún unglingsstelpu sem var nýflutt. Hún leitar að fullkomnum manni handa mömmu sinni.
Í Material Girls lék hún bara venjulega stelpu sem var svo rík en missti svo alla sína peninga og þurfti hún að vera svona spæjari til þess að geta fundið hvað væri að. Í þessari mynd leikur hún með systur sinni Haley Duff.
Hún leikur líka í A cinderella story, hún leikur með Chad Michel Murray. Hilary leikur unglingsstúlku sem á sér svokallaðan netvin. Hún er að spjalla við strák á netinu sem hún veit ekkert hver er, ætluðu þau að hittast á grímuballi og gerðu það. Hilary var með grímu til að hylja andlit sitt, þau áttu góða stund á grímuballinu en klukkan tólf þurfti hún að fara. Strákurinn vissi ekki hvað hún hét og byrjaði að leita að henni.
Hilary hefur gefið út hina ýmsa geisladiska eins og Most Wanted. Hún syngur líka mikið hún, hún er samt mest fræg fyrir söng og leiks sinn. Í Lizzie McGuire movie er hún syngjandi og leikandi. Í Cheaper by the Dozen leikur hún eitt systkini af 12. Hún er ekki mikið í aðalhlutverki en sá sem er í aðalhlutverki er Steve Martin.