Dame Elizabeth Taylor Elizabeth Taylor er án efa ein af stærstu stjörnum heims (og fallegustu) fyrr og síðar. Ég gerði ritgerð um hana í fyrra og set eitthvað af henni hingað inn.

Æskuárin
Elizabeth Rosemond Taylor fæddist 27.febrúar í London, Englandi árið 1932. Foreldrar hennar voru amerískir en unnu við list í London. Móðir hennar lék á sviði áður en hún giftist, en eftir það vann hún að listum með manni sínum. Liz átti einn bróður, Howard, sem var 3 árum eldri en hún. Fjölskyldan bjó í London þar til 1939 en þá fluttu þau til Los Angeles vegna seinni heimstyrjaldarinnar. Í Los Angeles áttu þau vini og það var einmitt einn af vinum foreldra hennar sem tók eftir því hvað Liz var falleg, og vildi endilega að þau færu með hana í prufutöku hjá Universal Pictures. Takan heillaði framkvæmdarstjórana og þeir gerðu með henni samning. Fyrsta kvikmynd hennar kom út þegar hún var 10 ára, “There’s One Born Every Minute”. Eftir þá mynd hættu Universal Pictures við samninginn en hún var ekki lengi samningslaus, því stuttu síðar gerði MGM samning við hana. Liz var hjá MGM í 21 ár og lék í 14 kvikmyndum hjá þeim. Öll hennar skólaganga fór fram hjá MGM og hún fékk námsskírteni frá Háskólanum í Los Angeles þegar hún var 18 ára gömul.

Veikindi
Eftir að hún hætti hjá MGM lék hún í myndinni Cleopatra. Sú mynd var tekin upp í Englandi við óvenjulega kalt veðurfar miðað við árstíma og þar sem hún þurfti að vera svo létt klædd vegna hlutverksins var henni alltaf kalt. Hún hataði handritið og vildi ekkert leika í þessari mynd, auk þess að hún þjáðist af alvarlegri lungnabólgu síðan hún lék í BUTTERFIELD 8 (1960). Allur heimurinn hafði áhyggjur af henni og læknarnir sögðu hana dauðvona. En Liz reif sig upp úr þessu og kláraði myndina. Hún var þó ekki all læknuð, lugnabólgan gerði vart við sig seinna en þá ekki jafn alvarlega.
Liz þjáðist af áfengisfíkn þegar hún var gift Richard Burton, þau drukku stíft saman og oft. Hún hafði einnig lyfjavanda en er búin að vinna úr þessu öllu.
Hún lifði líka af góðkynja heilaæxli sem hún fékk árið 2004. Margir undrast á hve mikið hún hefur lifað af, meira að segja hún sjálf.

Makar
Liz hefur verið gift 8 sinnum við 7 menn.
Conrad Hilton var fyrsti eiginmaðurinn, en hún var bara 18 ára þegar þau giftust. Hjónabandið entist ekki lengi og einu ári seinna var hún gift Michael Wilding. Þau skildu eftir 5 ár og aðeins viku seinna giftist hún Michael Todd. En hann dó í mars ári seinna í flugslysi, og Liz náði aldrei að ná sér eftir dauða hans. Hún fékk þó góðan stuðning frá vini Todd, Eddie Fisher og þau giftust. Við gerð myndarinnar um Kleópötru, var hún í framhjáhaldi með Richard Burton, mótleikara hennar. Slúðurblöðin komust fljótt að því og fólk tók þessu ákaflega illa því bæði hún og Richard voru gift. En það snerist fljótt við þegar Liz veiktist. Árið 1964 skildi Liz við Eddie og aðeins 9 dögum eftir skilnaðinn giftist hún Richard. Hjónabandið entist í 10 ár. Þau giftust aftur ári seinna en það entist aðeins í eitt ár. Eftir það voru þau í sundur-saman sambandi. Richard sagði að hún hefði nokkurs konar vald yfir sér sem hann réði ekki við, en þau voru alltaf ofsalega ástfangin. Richard dó árið 1984. Liz giftist Jon Warnes þingmanni árið 1976 sem entist í 6 ár, og 9 árum seinna giftist hún Larry Fortensky sem entist í 5 ár.

Verðlaun
Elizabeth hefur unnið til fjöldamargra verðlauna fyrir leik sinn. M.a. hefur hún unnið 2 óskarverðlaun, fyrir BUTTERFIELD 8 (sem hún sagði að hafi bara verið vegna samúðar), og svo fyrir Who's Afraid of Virginia Woolf.
Árið 1999 aðlaði Elizabeth Drottning hana Dame Commander of the British Empire.
Svo á hún handaför og fótspor á gangstéttinni hjá Grauman's Chinese Theater og á stjörnu á Hollywood Boulevard.

Síðasta mynd Elizabeth var These Old Broads árið 2001 og eftir hana lagðist hún í helgan stein.
Hún verður 75 ára núna í mánuðinum og verður með svaka veislu.

Já þetta er sagan um Elizabeth Taylor, vantar eitthvað örugglega en ég læt þetta gott heita ;)