Krúttlega leikkonan Renée Zwelleger fæddist 25. apríl 1969 í Houston Texas. Hún ólst upp í smábænum Katy ásamt bróður sínum, Drew, og foreldrum sínum, þeim Emil og Kjellfrid Irene. Renée er með mjög svo alþjóðlegt blóð í æðum sínum, pabbi hennar er Svisslendingur sem ólst upp í Ástralíu og mamma hennar er norsk. Renée segist snemma hafa fengið áhuga á umheiminu vegna flökkueðlis foreldra hennar. Renée á hundinn Dylan og er með B.A. próf frá University of Texas, Austin.

Í menntó var Renée á fullu í öllu; hún tók þátt á körfubolta og víðavangshlaupi, var klappstýra og sat í stjórn frönskuklúbbsins. Skápurinn hennar var hlaðinn viðurkenningum úr hlaupum og leikritum. En eftir lá leiðin í háskóla, þar sem hennar aðalgrein var blaðamennska. Hún tók einhverja leiklistarkúrsa og áttaði sig þá á því að það væri það sem hún vildi gera, eða eins og hún sagði sjálf: ,,Nú veit ég hvers ég hef saknað allt mitt líf.“

Hún fór hægt af stað og var bara í mjög litlum hlutverkum í litlum myndum. Svo flutti hún til L.A., leigði þar bílskúrsíbúð og vann fyrir leigunni á veitingastað. Hún segir sjálf að þá hafi hún verið að leika í X-kynslóðamyndum og lék hún hin ýmsu hlutverk sem undirstrika hversu góð leikkona hún er og hvað hún getur leikið fjölbreytt hlutverk. Hún lék t.d. druslulega ástkonu, saklausa stelpu í lífsháska eða kennara með hugsjón.

Hún var svo til óþekkt þegar hún fór í leikprufu fyrir myndina Jerry Maguire. En eitthvað sáu menn við hana því hún var boðuð fjóru sinnum í leikprufu og fékk að lokum hlutverkið. Sagan segir að hún hafi ekki trúað leikstjóranum Cameron Crowe þegar hann hringdi í hana og sagði henni fréttirnar og á hún að hafa sagt:,,af hverju helduru að ég vilji það,” því hún hélt að hann væri að grínast. Sjálf segir hún að hún hafi bara fengið hlutverkið því það var ódýrast í framleiðslu.

Afganginn vita svo allir: Hún sló í gegn í Jerry Maguire og síðan þá hefur aðdáendahópur hennar alltaf verið að stækka með myndum eins og Nurse Betty, Me, myself and Irene og svo toppmyndinni Bridget´s Jonses Diary…sem er ein uppáhaldsmyndin mín :) Renée er afburðarleikkona og þykir hafa staðið sig feiknavel í BJD. Hún segir að henni verða að þykja vænt um persónurnar sem hún á að leika og velur hlutverkin sín eftir þeirri sannfæringu. Hún gerir engan mun á því að leika í stórmyndum eða ódýrum myndum.

Svo verður náttúrulega líka að fylgja með smá um ástarlíf hennar…ég veit nú ekki meira en aðrir: hún var trúlofuð grínleikaranum Jim Carrey en hætti svo með honum og er byrjuð með hjartaknúsaranum George Clooney og ku það víst vera orðið svolítið alvarlegt:)

Renée Zwelleger er uppáhaldsleikkonan mín! Mér finnst hún frábær leikkona og svo er hún líka svo sæt og falleg og mikil dúlla.

jonsagella :)