Orlando Bloom Orlando Bloom fæddist 13.janúar árið 1977 í Canterbury,Kent,Englandi. Móðir Orlando fæddist í Kalkútta Indlandi en Orlando hélt að að faðir hans væri gyðingur fæddur í Suður-Afríku. En á unglings árunum sínum sagði móðir hans að raunverulegi faðir hans væri Colin Stone fjölskyldu vinur þeirra. Orlando á eina systur Samantha Bloom fædd árið 1975. Orlando reyndi að komast í “St. Edmunds school” í Canterbury en átti erfitt með það vegna veiki eða sjúkdóms sem kallað er á ensku Dyslexia sem skýrir sig þannig að viðkomandi getur átt erfitt með lestur og skrift. Árið 1993 flutti hann til London og komst í “National Youth Theatre” og kláraði tvær annir þar og komst þar með í British American Drama Academy. Orlando hóf feril sinn fyrir alvöru þegar hann fékk hlutverk í sjónvarpsþáttunum “Casualty” og síðar lék hann í myndinni “Wilde” sem er mynd sem fjallar um Oscar Wilde ævi hans og störf. Orlando komst í “ The guildhall School of Music and Drama” og lærði hann þar leiklist, myndvinnslu og skulptúr (enska sculpture).

Stuttu eftir að hann útskriftaðist árið 1999 fékk Orlando hið veigamikla hlutverk að leika Legolas í “Lord of The Rings” þríleiknum. Velgengi myndanna breytti Orlando frá óþekktum leikara í einum af þekktustu stjörnum heimsins. Orlando hóf síðar að leika í myndinni Pirates of The Caribbean the Curse of the Black Pearl, árið 2003 þar sem hann lék andspænis Johnny Depp og Keira Knightley. En nýlegasta myndin hans Orlando ættu allir að kannast við “Pirates of The Caribbean Dead Mans Chest”. Aðrar myndir sem Orlando hefur tekið þátt í eru: “Elizabethtown”(2005) “Kingdom of Heaven” (2005). “Troy” (2004)

Árið 2004 gerðist Orlando fullur meðlimur Nichiren Buddhism. Hann er Manchester United aðdáandi og býr hann í London. Orlando er með henni Kate Bosworth sem er leikkona og er hún meðal annars þekkt fyrir leik sinn í “Superman Returns” enn hún leikur í þeirri mynd Lois Lane.
Á myndinni er Orlando Bloom ásamt Kirsten Dunst í myndinni “Elizabethtown”


Heimildir: www.wikipedia.org/wiki/Orlando_Bloom