Johnny Knoxville Við þekkjum öll leikarann svala, Johnny Knoxville úr Jackass & Dukes Of Hazzard. Hann heitir í raun Philip John Clapp og er fæddur 11 Mars árið 1971. Hann var uppalinn í Knoxville, Tennessee. Johnny hefur alltaf verið mikill íþróttamaður en ekki mikill námsmaður. Hann lauk samt skóla og fór í American Academy of Dramatic Arts í Pasadena en var fljótt rekinn þaðan. Hann kynntist svo nágranna sínum árið ‘94, Melanie, og þau urðu fljótt ástfangin. Ári seinna ákváðu þau að fara til Vegas og gifta sig þar, en Johnny eyddi öllum peningunum í veðmál og spil, þannig þau þurftu að gifta sig í minni kirkju. Þau eru enn gift í dag og eiga eina dóttur, Madison en Johnny er með nafn hennar tattúverað á brjóstkassann. Hann fór að sjá fyrir fjölskyldu sinni með því að leika í auglýsingum í frítíma sínum. Hann skrifaði einstaka sinnum greinar í nokkur tímarit , og vann að skáldsögu sem hann kláraði reyndar aldrei. ’96 fékk Johnny hugmynd að skjóta sjálfan sig pipar spreyi, límbyssu og stuð byssu, og skrifa svo grein um reynsluna. Hann sagði mörgum blöðum frá hugmynd sinni en margir höfnuðu honum. Loks árið ‘97 sagði hann Jeff Tremaine frá Big Brother Magazine frá hugmynd sinni. Jeff réð hann sem blaðamann og sannfærði hann um að taka upp hugmyndina og fleiri áhættuatriði. Johnny varð fljótlega dýrkaður og á næstunni stóð stríð milli MTV og Comedy Central til að gera sjónvarpsþátt. Honum var boðið stæði á Saturday Night Live, en hann hafnaði því. Það var þá þegar Johnny Knoxville, Jeff Tremaine, og Spike Jonze sögðu hugmyndina um Jackass við MTV. Það myndi sameinast með starfsliðum Big Brother og East Coast CKY sem í voru Bam Margera, Brandon DiCamillo, og Ryan Dunn. MTV líkaði þessi hugmynd, og ásamt Johnny, Tremaine og Jonze í þættinum voru Bam Margera, Chris Pontius, Ryan Dunn, Brandon DiCamillo, Jason ’Wee Man' Acuna, Dave England, Ehren McGhegan, Steve-O, og Preston Lacy. Jackass varð fljótlega eitt af vinsælustu kapal-þáttum og loks buðust mörg hlutverk til Johnnys, draumurinn sem beið hans.
Síðan hann hætti í Jackass höfum við séð hann í Walking Tall, A Dirty Shame, Lords of Dogtown, The Dukes of Hazzard, Daltry Calhoun og The Ringer. Hann hefur aðeins eina mynd á prjónunum, Killshot sem er væntanleg á þessu ári.

Fróðleiksmolar-
-Johnny er með astma
-Dó næstum þegar hann var 8 ára, þá hafði hann flensu, lungnabólgu og lungnakvef á sama tíma
-Pabbi hans selur notaða bíla
-Varð meðvitundarlaus þrisvar sinnum við gerð Jackass myndarinnar.
-Hefur unnið með David Koechner í þrem myndum, Life Without Dick, The Dukes of Hazzard og Daltry Calhoun.
-Er stór aðdáandi Johnny Cash.

Mér finnst hann mjög góður leikari og nýjasta mynd hans, The Ringer, er algjör snilld. Hann er einnig mjög flottur ;)
En fyrirgefið ef þetta er illa þýtt,
Heimildir:imdb.com og google.com